Veiðigjöld og landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. nóvember 2019 15:30 Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Sjávarútvegur Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun