Giannis og félagar unnu þrettánda leikinn í röð í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 08:00 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í leik með Milwaukee Bucks. Getty/Stacy Revere Milwaukee Bucks hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og bæði lið Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks halda áfram að gera góða hluti í Vesturdeildinni. Boston Celtics vann sinn leik og Golden State Warriors liðið tapaði einn einum leiknum.13 STRAIGHT WINS!@Giannis_An34 (35 PTS, 9 REB, 4 3PM) leads the way for the @Bucks. pic.twitter.com/Y48JAJusqF — NBA (@NBA) December 5, 2019 Giannis Antetokounmpo skoraði 35 stig þegar Milwaukee Bucks vann 127-103 útisigur á Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bucks liðsins í röð. Leikmenn Detroit Pistons spiluðu fast og reyndu að ná Giannis Antetokounmpo upp en hann hélt ró sinni. „Þeir vilja láta finna fyrir sér og spila fast. Þeir eru að reyna að ná þér út úr þínum leik og það er það sem maður býst við þegar maður kemur til Detroit. Það eru fleiri lið sem reyna að taka fast á mér en ég þarf bara að halda ró minni,“ sagði Giannis Antetokounmpo en litlu munaði að honum og Blake Griffin lenti saman. Milwaukee Bucks hefur ekki unnið svo marga leiki í röð síðan liðið var með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson og árið var 1973. Þá vann liðið sextán leiki í röð.26 PTS (9-11 FGM) from @AntDavis23 pushes the @Lakers to their 10th-straight road W! #LakeShowpic.twitter.com/SL7fdVKYYY — NBA (@NBA) December 5, 2019Anthony Davis skoraði 26 stig og LeBron James var með 20 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers burstaði Utah Jazz á útivelli, 121-96. Rajon Rondo var síðan nálægt þrenunni með 14 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar. Lakers vann Utah liðið 32-5 í hraðaupphlaupsstigum og skoraði 21 stig eftir tapaða bolta Utah manna. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah en liðið tapaði þarna í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum.@DwightPowell33 has a PERFECT night from the floor as the @dallasmavs move to 15-6! #MFFL 24 PTS | 9-9 FGM | 2-2 3PM pic.twitter.com/eDrrGQLuhn — NBA (@NBA) December 5, 2019Dallas Mavericks þurfti ekki stórleik frá Slóvenanum Luka Doncic til að vinna í níunda skiptið í síðustu tíu leikjum. Dwight Powell skoraði 24 stig og hitti úr öllum níu skotum sínum þegar Dallas Mavericks vann 121-114 sigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic lét sér nægja 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk líka tæknivillu í þriðja leikhluta. Hann sat á bekknum þegar Dallas Mavericks liðið lagði grunninn að sigrinum. Karl-Anthony Towns og Andrew Wiggins skoruðu báðir 26 stig fyrir Minnesota.59 PTS combined! @FCHWPO (31 PTS, 5 3PM) and @KembaWalker (28 PTS, 6 3PM) lead the @celtics to 8-0 at home! pic.twitter.com/IcUVTByzZd — NBA (@NBA) December 5, 2019Jaylen Brown skoraði 31 stig og Kemba Walker var með 28 stig þegar Boston Celtics vann 112-93 sigur á Miami Heat sem þýðir að Boston liðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína á þessu tímabili. Jimmy Butler var með 37 stig fyrir Miami.Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum nú 106-91 á móti Charlotte Hornets á útivelli. Devonte Graham skoraði tíu þrista í leiknum fyrir Charlotte og endaði með 33 stig. D'Angelo Russell sneri aftur hjá Golden State eftir níu leikja fjarveru og skoraði 18 stig.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127-116 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-121 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100-107 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118-130 Boston Celtics - Miami Heat 112-93 Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106-91 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103-127 Orlando Magic - Phoenix Suns 128-114 NBA Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Milwaukee Bucks hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og bæði lið Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks halda áfram að gera góða hluti í Vesturdeildinni. Boston Celtics vann sinn leik og Golden State Warriors liðið tapaði einn einum leiknum.13 STRAIGHT WINS!@Giannis_An34 (35 PTS, 9 REB, 4 3PM) leads the way for the @Bucks. pic.twitter.com/Y48JAJusqF — NBA (@NBA) December 5, 2019 Giannis Antetokounmpo skoraði 35 stig þegar Milwaukee Bucks vann 127-103 útisigur á Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bucks liðsins í röð. Leikmenn Detroit Pistons spiluðu fast og reyndu að ná Giannis Antetokounmpo upp en hann hélt ró sinni. „Þeir vilja láta finna fyrir sér og spila fast. Þeir eru að reyna að ná þér út úr þínum leik og það er það sem maður býst við þegar maður kemur til Detroit. Það eru fleiri lið sem reyna að taka fast á mér en ég þarf bara að halda ró minni,“ sagði Giannis Antetokounmpo en litlu munaði að honum og Blake Griffin lenti saman. Milwaukee Bucks hefur ekki unnið svo marga leiki í röð síðan liðið var með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson og árið var 1973. Þá vann liðið sextán leiki í röð.26 PTS (9-11 FGM) from @AntDavis23 pushes the @Lakers to their 10th-straight road W! #LakeShowpic.twitter.com/SL7fdVKYYY — NBA (@NBA) December 5, 2019Anthony Davis skoraði 26 stig og LeBron James var með 20 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers burstaði Utah Jazz á útivelli, 121-96. Rajon Rondo var síðan nálægt þrenunni með 14 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar. Lakers vann Utah liðið 32-5 í hraðaupphlaupsstigum og skoraði 21 stig eftir tapaða bolta Utah manna. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah en liðið tapaði þarna í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum.@DwightPowell33 has a PERFECT night from the floor as the @dallasmavs move to 15-6! #MFFL 24 PTS | 9-9 FGM | 2-2 3PM pic.twitter.com/eDrrGQLuhn — NBA (@NBA) December 5, 2019Dallas Mavericks þurfti ekki stórleik frá Slóvenanum Luka Doncic til að vinna í níunda skiptið í síðustu tíu leikjum. Dwight Powell skoraði 24 stig og hitti úr öllum níu skotum sínum þegar Dallas Mavericks vann 121-114 sigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic lét sér nægja 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk líka tæknivillu í þriðja leikhluta. Hann sat á bekknum þegar Dallas Mavericks liðið lagði grunninn að sigrinum. Karl-Anthony Towns og Andrew Wiggins skoruðu báðir 26 stig fyrir Minnesota.59 PTS combined! @FCHWPO (31 PTS, 5 3PM) and @KembaWalker (28 PTS, 6 3PM) lead the @celtics to 8-0 at home! pic.twitter.com/IcUVTByzZd — NBA (@NBA) December 5, 2019Jaylen Brown skoraði 31 stig og Kemba Walker var með 28 stig þegar Boston Celtics vann 112-93 sigur á Miami Heat sem þýðir að Boston liðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína á þessu tímabili. Jimmy Butler var með 37 stig fyrir Miami.Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum nú 106-91 á móti Charlotte Hornets á útivelli. Devonte Graham skoraði tíu þrista í leiknum fyrir Charlotte og endaði með 33 stig. D'Angelo Russell sneri aftur hjá Golden State eftir níu leikja fjarveru og skoraði 18 stig.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127-116 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-121 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100-107 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118-130 Boston Celtics - Miami Heat 112-93 Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106-91 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103-127 Orlando Magic - Phoenix Suns 128-114
NBA Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira