Borgarfulltrúa á fæðisfé fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 5. desember 2019 07:00 Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi. Borgarfulltrúar - og starfsmenn - snæða kvöldverð sem kostar um fjögur þúsund krónur á mann og gera má ráð fyrir að þeir hafi borðað ýmislegt annað yfir daginn. Fangar fá aftur á móti 1.500 krónur á dag í svonefndan fæðispening og þurfa að kaupa matinn í verslun fangelsisins þar sem verðlag er hærra en gerist og gengur. Þessi upphæð þarf að duga fyrir öllum mat viðkomandi í 24 klukkustundir. Fangar fá einnig dagpening eða 630 krónur hvern virkan dag en sú upphæð á að duga fyrir daglegri umhirðu, þ.e. til kaupa á hreinlætisvörum. Rétt rúmlega þrjú þúsund krónur á viku þar, sem er óbreytt upphæð frá 01/01/2006. Vart þarf að taka fram að verulega er lagt á þær vörur einnig auk þess sem tannviðgerðir eru dregnar af dagpeningum. Og auðvitað greiða fangar líka mun hærra verð en gengur og gerist fyrir símtöl og þeir þurfa eins og allir aðrir að kaupa sokka og nærbuxur svo örfátt sé nefnt. Mögulega vilja margir föngum allt það versta. En flestir rétt þenkjandi samfélagsþegnar ættu að sjá sóma í því að menn og konur á jaðrinum njóti engu að síður mannlegrar reisnar. Því hvetur Afstaða enn og aftur ráðherra fangelsismála til að endurskoða þessar nauðsynlegu greiðslur, með tilliti til raunverulegra aðstæðna fanga. Við þá skoðun mætti til dæmis líta til dagpeninga öryrkja og að um greiðslurnar hækki miðað við vísitölu. Jafnframt ætti að leggja blátt bann við skerðingum á þessum lágmarks greiðslum. Að því sögðu vill Afstaða minna á að afar erfiður tími er framundan í fangelsum landsins en ekki síður hjá fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Standi hugur til þess að gleðja fanga um jól getur Afstaða haft þar milligöngu um.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Reykjavík Tengdar fréttir Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Kolbrún Baldursdóttir hafði ekki borðað í tíu tíma og var því svöng. 4. desember 2019 10:36 Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um kostnað við veitingar til handa kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur vegna reglulegra funda er góð áminning og er í raun öllum hollt að íhuga hversu mörgum krónum varið er í mat dag frá degi. Borgarfulltrúar - og starfsmenn - snæða kvöldverð sem kostar um fjögur þúsund krónur á mann og gera má ráð fyrir að þeir hafi borðað ýmislegt annað yfir daginn. Fangar fá aftur á móti 1.500 krónur á dag í svonefndan fæðispening og þurfa að kaupa matinn í verslun fangelsisins þar sem verðlag er hærra en gerist og gengur. Þessi upphæð þarf að duga fyrir öllum mat viðkomandi í 24 klukkustundir. Fangar fá einnig dagpening eða 630 krónur hvern virkan dag en sú upphæð á að duga fyrir daglegri umhirðu, þ.e. til kaupa á hreinlætisvörum. Rétt rúmlega þrjú þúsund krónur á viku þar, sem er óbreytt upphæð frá 01/01/2006. Vart þarf að taka fram að verulega er lagt á þær vörur einnig auk þess sem tannviðgerðir eru dregnar af dagpeningum. Og auðvitað greiða fangar líka mun hærra verð en gengur og gerist fyrir símtöl og þeir þurfa eins og allir aðrir að kaupa sokka og nærbuxur svo örfátt sé nefnt. Mögulega vilja margir föngum allt það versta. En flestir rétt þenkjandi samfélagsþegnar ættu að sjá sóma í því að menn og konur á jaðrinum njóti engu að síður mannlegrar reisnar. Því hvetur Afstaða enn og aftur ráðherra fangelsismála til að endurskoða þessar nauðsynlegu greiðslur, með tilliti til raunverulegra aðstæðna fanga. Við þá skoðun mætti til dæmis líta til dagpeninga öryrkja og að um greiðslurnar hækki miðað við vísitölu. Jafnframt ætti að leggja blátt bann við skerðingum á þessum lágmarks greiðslum. Að því sögðu vill Afstaða minna á að afar erfiður tími er framundan í fangelsum landsins en ekki síður hjá fjölskyldum þeirra sem inni sitja. Standi hugur til þess að gleðja fanga um jól getur Afstaða haft þar milligöngu um.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Kolbrún Baldursdóttir hafði ekki borðað í tíu tíma og var því svöng. 4. desember 2019 10:36
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun