Landráð? Kári Stefánsson skrifar 3. desember 2019 11:30 Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. Um það standa engar deilur. Menn eru hins vegar ekki sammála um það hvernig eigi að nýta hana þjóðinni til sem mestra hagsbóta. Sumir eru á þeirri skoðun að það sé best gert með því kvótakerfi sem nú er við lýði, aðrir halda því fram að það kerfi hlúi bara að útgerðarfyrirtækjunum á kostnað þjóðarinnar. Allir segjast þó vera á þeirri skoðun að það séu hagsmunir þjóðarinnar sem eigi að ráða ferð, sama hvaða kerfi sé notað til þess að stjórna veiðunum. Skýrsla sem Verðlagsstofa Skiptaverðs gerði um samanburð á verði makríls á Íslandi og í Noregi á árunum 2012 til 2018 bendir hins vegar til þess að svo sé ekki, í það minnsta ekki alltaf. Þar sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%. Það er heimsmarkaður á makríl þannig að verðið í Noregi markaðist af heimsmarkaðsverðinu. Verðið á Íslandi markaðist af einhverju allt öðru. Heildartekjur útgerðarinnar íslensku af makríl á því ári voru um 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi. Það sem meira er þá sveiflaðist verðlag á aflanum sem var landað í Noregi eftir því hvernig heimsmarkaðsverð á makríl þróaðist. Á Íslandi var verðið nokkurn vegin það sama allt árið um kring, sem þýðir einfaldlega að það var ekki einungis þrisvar sinnum lægra heldur líka með öllu óháð raunverulegu verðmæti makrílsins. Og síðan hitt, það hlýtur að hafa verið verðsamráð meðal kaupendanna. Það ku vera nokkuð einhlít regla að útgerðarfyrirtækin stóru sem veiddu makrílinn eigi líka vinnslufyrirtækin og söluaðilina. Sagan segir að makríllinn hafi síðan verið seldur frá Íslandi til erlendra fyrirtækja í eigu útgerðarfyrirtækjanna. Á síðasta ári var meðalverð sem fékkst fyrir íslenska makrílinn 65% lægra en fyrir þann norska. Það var sem sagt prýðilegt tækifæri fyrir þessi erlendu fyrirtæki í eigu íslenskrar útgerðar til þess að selja makrílinn áfram á miklu hærra verði. Ef það sem að ofan greinir er rétt þá eru afleiðingar þess að útgerðirnar hafi gert sekar um þjófnað, skattsvik og peningaþvætti: 1. Sjómenn sem veiddu makrílinn voru hlunnfarnir svo að um munar. Það má leiða að því rök að útgerðirnar hafi stolið af þeim stórfé. 2. Útgerðirnar stálu ekki bara fé af sjómönnunum heldur líka sveitafélögunum þar sem þeir greiddu sín opinberu gjöld. 3. Útgerðirnar hlunnfóru sveitarfélögin með því að greiða ekki hafnargjöld í samræmi við raunverulegt verðmæti aflans. 4. Útgerðirnar gáfu erlendum félögum, sem þær áttu, hluta af tekjum sínum og greiddu þarfaleiðandi ekki af þeim skatt. 5. Útgerðirnar stunduðu peningaþvætti í gegnum félögin, sem þær áttu í útlöndum. Útgerðirnar notuðu félögin til þess að fela tekjur og koma þeim undan skatti.Úr skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs.Nú veit ég ekki hvort þetta er eins og að ofan var rakið og vona sannarlega að svo sé ekki. Skýrsla Verðlagsstofu Skiptaverðs bendir hins vegar til þess að svo gæti verið, án þess að ég vilji leggja mat á líkurnar. En þar sem um er að ræða þann möguleika að það sé verið að stela af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verður að rannsaka þetta ofan í kjölinn og það sem meira er, Alþingi verður að sjá til þess að það verði gert fljótt og á heiðarlegan máta. Það er ekki síður mikilvægt fyrir útgerðina en þjóðina alla. Það vekur hins vegar hjá mér óhug að það lítur út fyrir að þetta mál hafi nú þegar verið rætt bæði í þingnefndum og á fundum þingflokka stjórnmálaflokkanna, án þess að þeim hafi fundist ástæða til þess að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það má geta sér til um heildarstærð þessa máls með því að horfa til þess að á síðustu sjö árum hafa um það bil 300 milljarðar króna af norsku verðmæti makríls horfið við það eitt að honum var landað á Íslandi. Hvernig skyldi dæmið líta út ef við tækjum með í reikninginn allar tegundir fiskjar sem útgerðarfyrirtækin veiða við strendur landsins?Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Sjávarútvegur Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. Um það standa engar deilur. Menn eru hins vegar ekki sammála um það hvernig eigi að nýta hana þjóðinni til sem mestra hagsbóta. Sumir eru á þeirri skoðun að það sé best gert með því kvótakerfi sem nú er við lýði, aðrir halda því fram að það kerfi hlúi bara að útgerðarfyrirtækjunum á kostnað þjóðarinnar. Allir segjast þó vera á þeirri skoðun að það séu hagsmunir þjóðarinnar sem eigi að ráða ferð, sama hvaða kerfi sé notað til þess að stjórna veiðunum. Skýrsla sem Verðlagsstofa Skiptaverðs gerði um samanburð á verði makríls á Íslandi og í Noregi á árunum 2012 til 2018 bendir hins vegar til þess að svo sé ekki, í það minnsta ekki alltaf. Þar sést að verð á makríl sem hráefni án tillits til ráðstöfunar sem var landað í Noregi var að meðali 227% hærra en á þeim sem var landað á Íslandi. Árið 2018 var þessi munur um það bil 300%. Það er heimsmarkaður á makríl þannig að verðið í Noregi markaðist af heimsmarkaðsverðinu. Verðið á Íslandi markaðist af einhverju allt öðru. Heildartekjur útgerðarinnar íslensku af makríl á því ári voru um 25 milljarðar, þannig að einhvers staðar hurfu 50 milljarðar af verðmætinu við það eitt að makrílnum var landað á Íslandi. Það sem meira er þá sveiflaðist verðlag á aflanum sem var landað í Noregi eftir því hvernig heimsmarkaðsverð á makríl þróaðist. Á Íslandi var verðið nokkurn vegin það sama allt árið um kring, sem þýðir einfaldlega að það var ekki einungis þrisvar sinnum lægra heldur líka með öllu óháð raunverulegu verðmæti makrílsins. Og síðan hitt, það hlýtur að hafa verið verðsamráð meðal kaupendanna. Það ku vera nokkuð einhlít regla að útgerðarfyrirtækin stóru sem veiddu makrílinn eigi líka vinnslufyrirtækin og söluaðilina. Sagan segir að makríllinn hafi síðan verið seldur frá Íslandi til erlendra fyrirtækja í eigu útgerðarfyrirtækjanna. Á síðasta ári var meðalverð sem fékkst fyrir íslenska makrílinn 65% lægra en fyrir þann norska. Það var sem sagt prýðilegt tækifæri fyrir þessi erlendu fyrirtæki í eigu íslenskrar útgerðar til þess að selja makrílinn áfram á miklu hærra verði. Ef það sem að ofan greinir er rétt þá eru afleiðingar þess að útgerðirnar hafi gert sekar um þjófnað, skattsvik og peningaþvætti: 1. Sjómenn sem veiddu makrílinn voru hlunnfarnir svo að um munar. Það má leiða að því rök að útgerðirnar hafi stolið af þeim stórfé. 2. Útgerðirnar stálu ekki bara fé af sjómönnunum heldur líka sveitafélögunum þar sem þeir greiddu sín opinberu gjöld. 3. Útgerðirnar hlunnfóru sveitarfélögin með því að greiða ekki hafnargjöld í samræmi við raunverulegt verðmæti aflans. 4. Útgerðirnar gáfu erlendum félögum, sem þær áttu, hluta af tekjum sínum og greiddu þarfaleiðandi ekki af þeim skatt. 5. Útgerðirnar stunduðu peningaþvætti í gegnum félögin, sem þær áttu í útlöndum. Útgerðirnar notuðu félögin til þess að fela tekjur og koma þeim undan skatti.Úr skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs.Nú veit ég ekki hvort þetta er eins og að ofan var rakið og vona sannarlega að svo sé ekki. Skýrsla Verðlagsstofu Skiptaverðs bendir hins vegar til þess að svo gæti verið, án þess að ég vilji leggja mat á líkurnar. En þar sem um er að ræða þann möguleika að það sé verið að stela af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar verður að rannsaka þetta ofan í kjölinn og það sem meira er, Alþingi verður að sjá til þess að það verði gert fljótt og á heiðarlegan máta. Það er ekki síður mikilvægt fyrir útgerðina en þjóðina alla. Það vekur hins vegar hjá mér óhug að það lítur út fyrir að þetta mál hafi nú þegar verið rætt bæði í þingnefndum og á fundum þingflokka stjórnmálaflokkanna, án þess að þeim hafi fundist ástæða til þess að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Það má geta sér til um heildarstærð þessa máls með því að horfa til þess að á síðustu sjö árum hafa um það bil 300 milljarðar króna af norsku verðmæti makríls horfið við það eitt að honum var landað á Íslandi. Hvernig skyldi dæmið líta út ef við tækjum með í reikninginn allar tegundir fiskjar sem útgerðarfyrirtækin veiða við strendur landsins?Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun