Sport

Snorri og María skíðafólk ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Snorri og María voru valin best á árinu
Snorri og María voru valin best á árinu mynd/skí

Skíðasamband Íslands hefur verðlaunað þau Maríu Finnbogadóttur og Snorra Einarsson sem skíðafólk ársins 2019.

Þetta er í fyrsta sinn sem María verður fyrir valinu sem skíðakona ársins. Hún hefur bætt sig gríðarlega á árinu og er í 395. sæti heimslistans í svigi. Hún byrjaði árið í 1244. sæti.

María keppti fyrir Íslands hönd á HM í alpagreinum í Svíþjóð og lenti þar í 38. sæti í svigi. Hún keppti á mörgum mótum erlendis á árinu og varð fimm sinnum í einu af tíu efstu sætunum.

María er Íslandsmeistari í svigi og varð í 6. sæti í stórsvígi á Skíðamóti Íslands.

Snorri er skíðamaður ársins fjórða árið í röð. Hápunktur Snorra á árinu var á HM í Austurríki þar sem hann lenti í 18. sæti í 50km göngu með frjálsri aðferð.

Það var besti árangur sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð í sögunni.

Snorri er í 103. sæti heimslistans í lengri vegalengdum, hann byrjaði árið í 288. sæti.

Snorri varð fjórfaldur Íslandsmeistari og vann allar þær greinar sem hann tók þátt í á Skíðamóti Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×