Erlent

Minnst þrír látnir vegna skýstróka og óveðurs

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjálfboðaliðar leita í rústum kirkju í Guntown í Mississippi.
Sjálfboðaliðar leita í rústum kirkju í Guntown í Mississippi. AP/Thomas Wells

Minnst þrír eru látnir og einhverjir særðir eftir að óveður fór yfir suðausturhluta Bandaríkjanna og skyldi eftir sig slóð eyðileggingar. Óveðrinu fylgdu skýstrókar sem rifu þök af húsum, jöfnuðu heimili við jörðu og felldu tré og rafmagnslínur. Lentu þeir í Louisiana, Mississippi, Alabama og Texas. Tveir dóu í Alabama og einn í Louisiana.

Sá sem lést í Louisiana dó þegar skýstrókur lenti á heimili hans. Björgunaraðilar eru á störfum í rústum og er óttast að fleiri hafa slasast eða jafnvel dáið.

Upplýsingar eru á reiki þar sem enn er myrkur vestanhafs.

Betur fór en á horfði á öðrum stað í ríkinu þar sem skýstrókur ­reif þak af kirkju. Skömmu áður var hópur barna fluttur úr kirkjunni, samkvæmt AP fréttaveitunni.



Sá skýstrókur fór alls 101 kílómetra vegalengd um Alexandria-sýslu. Veðurfræðingur lýsti þeirri vegalengd sem „fáránlegri“. Enn á þó eftir að staðfesta að skýstrókurinn var á jörðinni alla leiðina.

„Ég veit ekki hvað gögn okkar sem segja um lengstu vegalengdina á þessu svæði, en þetta hlítur að vera ansi nálægt því,“ sagði Donald Jones, veðurfræðingur, við AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×