Banaslys á Suðurlandsvegi: Ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 09:45 Mynd frá lögreglunni á Suðurlandi sem sýnir för í vegkantinum sem liggja síðan aftur upp að veginum. Ökumaður sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í apríl 2018 ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt á vefnum í gær. Maðurinn sem lést var 23 ára og frá Singapúr. Slysið varð að kvöldi 4. apríl í fyrra. Toyota Yaris-bifreið var ekið vestur Suðurlandsvega að Höfðabrekku en í bifreiðinni var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru með öryggisbelti spennt. Slysinu er svo lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu. Ökumaður bifreiðarinnar reyndi líklega að beygja bifreiðinni aftur inn á veginn með því að snúa stýrinu til vinstri. Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum. Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést af völdum áverka sem hann hlaut.“ Björgunaraðilar, sem kallaðir voru til vegna slyssins, sögðu að mjög hvasst hefði verið á vettvangi. Leyfður hámarkshraði á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund við bestu aðstæður. Farþegar í bílnum lýsa því hins vegar að ökumaðurinn hafi ekið á milli 100 og 120 kílómetra hrað þegar slysið varð. Þá lýsti vitni að framúrakstri því að bílnum hefði verið ekið á mjög miklum hraða um fimm til tíu mínútum áður en slysið varð. Orsakir slyssins að mati rannsóknarnefndarinnar eru þær að ökumaður ók yfir hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður. Sterk vindhviða kom á bílinn á sama tíma og honum var ekið upp á blindhæð. Þá var rásfesta hjólbarða mögulega mismikil.Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má sjá hér. Lögreglumál Mýrdalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Ökumaður sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í apríl 2018 ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt á vefnum í gær. Maðurinn sem lést var 23 ára og frá Singapúr. Slysið varð að kvöldi 4. apríl í fyrra. Toyota Yaris-bifreið var ekið vestur Suðurlandsvega að Höfðabrekku en í bifreiðinni var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru með öryggisbelti spennt. Slysinu er svo lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu. Ökumaður bifreiðarinnar reyndi líklega að beygja bifreiðinni aftur inn á veginn með því að snúa stýrinu til vinstri. Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum. Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést af völdum áverka sem hann hlaut.“ Björgunaraðilar, sem kallaðir voru til vegna slyssins, sögðu að mjög hvasst hefði verið á vettvangi. Leyfður hámarkshraði á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund við bestu aðstæður. Farþegar í bílnum lýsa því hins vegar að ökumaðurinn hafi ekið á milli 100 og 120 kílómetra hrað þegar slysið varð. Þá lýsti vitni að framúrakstri því að bílnum hefði verið ekið á mjög miklum hraða um fimm til tíu mínútum áður en slysið varð. Orsakir slyssins að mati rannsóknarnefndarinnar eru þær að ökumaður ók yfir hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður. Sterk vindhviða kom á bílinn á sama tíma og honum var ekið upp á blindhæð. Þá var rásfesta hjólbarða mögulega mismikil.Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má sjá hér.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira