Litli bróðir Curry í stuði þegar Dallas endaði átján leikja sigurgöngu Bucks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 07:30 Seth Curry með boltann í leiknum í nótt. Getty/Stacy Revere Átján leikja sigurganga Milwaukee Bucks liðsins endaði í nótt þrátt fyrir 48 stig frá Giannis Antetokounmpo. Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í sigri Houston Rockets og Chris Paul skoraði fimm þrista í fjórða leikhluta í sigri Oklahoma City Thunder. @kporzee records 26 PTS, 12 REB in the @dallasmavs road victory vs. Milwaukee! #MFFLpic.twitter.com/Jbe0eeQV5c— NBA (@NBA) December 17, 2019 Dallas lék án Luka Doncic (meiddist illa á ökkla um helgina) en það stoppaði liðið ekki í að vinna 120-116 útisigur á Milwaukee Bucks sem var búið að vinna átján leiki í röð og hafði ekki tapað leik síðan 8. nóvember. Seth Curry og Kristaps Porzingis skoruðu báðir 26 stig fyrir Dallas en litli bróðir Steph Curry kom inn af bekknum og skoraði þessi 26 stig á 26 mínútum sem Dallas vann með tólf stigum. Seth Curry hitti úr 9 af 15 skotum sínum þar af skoraði hann fjórar þriggja stiga körfur auk þess að taka 5 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þetta var lengsta sigurganga í sögu Milwaukee Bucks síðan verðandi meistaraliðið 1970-71 vann tuttugu leiki í röð em með Kareem Abdul-Jabbar, þá Lew Alcindor, og Oscar Robertson í fararbroddi. Giannis Antetokounmpo var með 48 stig á 34 mínúturm auk þess að taka 14 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Kyle Korver var næststigahæstur með 17 stig en hann hitti úr fimm þriggja stiga skotum. Watch the BEST of the @HoustonRockets franchise-record 25-point comeback vs. SAS! #OneMissionpic.twitter.com/a1u6jJ4CkS— NBA (@NBA) December 17, 2019 Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í 109-107 endurkomusigri Houston Rockets á San Antonio Spurs. Westbrook var með 31 stig en Harden skoraði 28 stig og Houston liðið setti félagsmet með því að vinna upp 25 stiga forskot San Antonio Spurs í leiknum. Harden hitti aðeins úr 4 af 17 skotum í fyrri hálfleiknum og Houston var 72-53 undir í hálfleik. Spurs liðið skoraði hins vegar aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum. LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur hjá San Antonio með 19 stig og 13 fráköst. @CP3 (30 PTS, 10 REB, 8 AST) puts up 19 in the 4th to spark the @okcthunder 26-point comeback W! #ThunderUppic.twitter.com/DmQGJtKsDj— NBA (@NBA) December 17, 2019 Chris Paul tók öll völd í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 109-106 sigur á Chicago Bulls eftir að hafa lent 26 stigum undir í öðrum leikhluta. Paul setti niður fimm þrista í lokaleikhlutanum og skoraði 19 af 30 stigum sínum í fjórða. Paul var einnig með 9 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. @CJMcCollum (30 PTS), @Dame_Lillard (27 PTS), and @carmeloanthony (23 PTS) combine for 80, pacing the @trailblazers in Phoenix! #RipCitypic.twitter.com/AbWMyFczdd— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 110 : 111 Houston Rockets - San Antonio Spurs 109 : 107 Memphis Grizzlies - Miami Heat 118 : 111 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 116 : 120 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109 : 106 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 133 : 113 Detroit Pistons - Washington Wizards 119 : 133 the NBA standings after Monday night's action! pic.twitter.com/gH0csme5pn— NBA (@NBA) December 17, 2019 NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Átján leikja sigurganga Milwaukee Bucks liðsins endaði í nótt þrátt fyrir 48 stig frá Giannis Antetokounmpo. Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í sigri Houston Rockets og Chris Paul skoraði fimm þrista í fjórða leikhluta í sigri Oklahoma City Thunder. @kporzee records 26 PTS, 12 REB in the @dallasmavs road victory vs. Milwaukee! #MFFLpic.twitter.com/Jbe0eeQV5c— NBA (@NBA) December 17, 2019 Dallas lék án Luka Doncic (meiddist illa á ökkla um helgina) en það stoppaði liðið ekki í að vinna 120-116 útisigur á Milwaukee Bucks sem var búið að vinna átján leiki í röð og hafði ekki tapað leik síðan 8. nóvember. Seth Curry og Kristaps Porzingis skoruðu báðir 26 stig fyrir Dallas en litli bróðir Steph Curry kom inn af bekknum og skoraði þessi 26 stig á 26 mínútum sem Dallas vann með tólf stigum. Seth Curry hitti úr 9 af 15 skotum sínum þar af skoraði hann fjórar þriggja stiga körfur auk þess að taka 5 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þetta var lengsta sigurganga í sögu Milwaukee Bucks síðan verðandi meistaraliðið 1970-71 vann tuttugu leiki í röð em með Kareem Abdul-Jabbar, þá Lew Alcindor, og Oscar Robertson í fararbroddi. Giannis Antetokounmpo var með 48 stig á 34 mínúturm auk þess að taka 14 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Kyle Korver var næststigahæstur með 17 stig en hann hitti úr fimm þriggja stiga skotum. Watch the BEST of the @HoustonRockets franchise-record 25-point comeback vs. SAS! #OneMissionpic.twitter.com/a1u6jJ4CkS— NBA (@NBA) December 17, 2019 Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í 109-107 endurkomusigri Houston Rockets á San Antonio Spurs. Westbrook var með 31 stig en Harden skoraði 28 stig og Houston liðið setti félagsmet með því að vinna upp 25 stiga forskot San Antonio Spurs í leiknum. Harden hitti aðeins úr 4 af 17 skotum í fyrri hálfleiknum og Houston var 72-53 undir í hálfleik. Spurs liðið skoraði hins vegar aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum. LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur hjá San Antonio með 19 stig og 13 fráköst. @CP3 (30 PTS, 10 REB, 8 AST) puts up 19 in the 4th to spark the @okcthunder 26-point comeback W! #ThunderUppic.twitter.com/DmQGJtKsDj— NBA (@NBA) December 17, 2019 Chris Paul tók öll völd í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 109-106 sigur á Chicago Bulls eftir að hafa lent 26 stigum undir í öðrum leikhluta. Paul setti niður fimm þrista í lokaleikhlutanum og skoraði 19 af 30 stigum sínum í fjórða. Paul var einnig með 9 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. @CJMcCollum (30 PTS), @Dame_Lillard (27 PTS), and @carmeloanthony (23 PTS) combine for 80, pacing the @trailblazers in Phoenix! #RipCitypic.twitter.com/AbWMyFczdd— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 110 : 111 Houston Rockets - San Antonio Spurs 109 : 107 Memphis Grizzlies - Miami Heat 118 : 111 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 116 : 120 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109 : 106 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 133 : 113 Detroit Pistons - Washington Wizards 119 : 133 the NBA standings after Monday night's action! pic.twitter.com/gH0csme5pn— NBA (@NBA) December 17, 2019
NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira