Það var sannkölluð undirskriftarveisla hjá toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, í gær þegar margir af lykilmönnum félagsins undirrituðu nýja samninga.
Snemma dags var tilkynnt um nýjan samning Jurgen Klopp, stjóra félagsins, en hann gerði samning til ársins 2024 og slíkt hið sama gerðu hans nánustu aðstoðarmenn.
Seinni partinn var svo tilkynnt um nýjan samning enska miðjumannsins James Milner sem hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2015 en hann var á síðasta ári samnings síns.
Milner er 33 ára gamall og gerir samning til ársins 2022. Hann kom til félagsins frá Man City en hefur einnig leikið fyrir Aston Villa og Leeds United.
AM: Klopp agrees contract extension
— Liverpool FC (@LFC) December 13, 2019
PM: Milner signs contract extension
We just can't get enough! pic.twitter.com/cLBJPsMKnJ