„Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2020 12:00 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir forgangsmál að aðstoða viðskiptavini gegnum kreppuna. Bankarnir séu hluti af lausninni nú en ekki vandamálinu. Vísir/Einar Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. Bankarnir séu nú hluti af lausninni en ekki vandanum. Samanlagt rekstrartap Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka fyrstu þrjá mánuði ársins er 7,2 milljarðar króna. Þar af er virðisrýrnun útlána stór þáttur en samanlagt hjá öllum bönkunum er hún metin 11,5 milljarða. Rekstrartap Landsbanka var 3,6 milljarða króna og virðisrýrnun útlána 5,2 milljarðar á tímabilinu. Rekstrartap Íslandsbanka var 1,4 milljarðar og virðisrýrnun útlána 3,5 milljarðar. Sama tap hjá Arion banka var 2,2 milljarðar og virðisrýrnunarútlánatap um 2,8 milljarðar. Seðlabankinn og bankarnir hafa unnið að útfærslu brúar-og stuðningslána til fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. Við sögðum frá því í gær að stjórnvöld hafi framlengt hámarksábyrgð ríkisins á viðbótarlánum um eitt ár og nær ábyrgð ríkissjóðs nú til 30 mánaða. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann ætli að veita brúarlán. Nýtist ferðaþjónustu Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagðist í fréttum gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja sæki um brúar-og stuðningslán og lokunarstyrki. Hann segir að nú þegar hafi 11% af lántakendum íbúðalána fengið greiðsluhlé og 9% af fyrirtækjalánum séu í greiðsluhléi. Hann vonast til að undirrita samning við Seðlabankann á næstunni vegna stuðningslána með ríkisábyrgð. „Stuðnings-og brúarlánin ásamt lokunarstyrkjum eru mikilvæg úrræði og munu nýtast sérstaklega fyrirtækjum í ferðaþjónustu því þar er mikið tekjufall sem er skilyrði fyrir þessum útlánum,“ segir Benedikt. Hann segir efnahagsdýfuna nú snarpari en 2008 en efnahagslíf landsins sé betur í stakk búið að takast á við hana en þá. „Það er augljóslega meiri efnahagssamdráttur nú en þá og hann hefur áhrif á fleiri störf. Hins vegar eru efnahagsreikningar ríkisins, bankanna og heimila með allt öðrum hætti nú en þá. Það er miklu minni skuldsetning. Þess vegna er geta til að fást við samdráttinn miklu meiri. Nú er hægt að veita lán og þar þurfa bankar að standa sig, þeir eru reknir með allt öðrum hætti en þá og eru með miklu hærra eigin- og lausafjárhlutfall nú en þá. Þeir eru hluti af lausninni en ekki vandamálinu,“ segir Benedikt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21 Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. Bankarnir séu nú hluti af lausninni en ekki vandanum. Samanlagt rekstrartap Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka fyrstu þrjá mánuði ársins er 7,2 milljarðar króna. Þar af er virðisrýrnun útlána stór þáttur en samanlagt hjá öllum bönkunum er hún metin 11,5 milljarða. Rekstrartap Landsbanka var 3,6 milljarða króna og virðisrýrnun útlána 5,2 milljarðar á tímabilinu. Rekstrartap Íslandsbanka var 1,4 milljarðar og virðisrýrnun útlána 3,5 milljarðar. Sama tap hjá Arion banka var 2,2 milljarðar og virðisrýrnunarútlánatap um 2,8 milljarðar. Seðlabankinn og bankarnir hafa unnið að útfærslu brúar-og stuðningslána til fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. Við sögðum frá því í gær að stjórnvöld hafi framlengt hámarksábyrgð ríkisins á viðbótarlánum um eitt ár og nær ábyrgð ríkissjóðs nú til 30 mánaða. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann ætli að veita brúarlán. Nýtist ferðaþjónustu Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagðist í fréttum gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja sæki um brúar-og stuðningslán og lokunarstyrki. Hann segir að nú þegar hafi 11% af lántakendum íbúðalána fengið greiðsluhlé og 9% af fyrirtækjalánum séu í greiðsluhléi. Hann vonast til að undirrita samning við Seðlabankann á næstunni vegna stuðningslána með ríkisábyrgð. „Stuðnings-og brúarlánin ásamt lokunarstyrkjum eru mikilvæg úrræði og munu nýtast sérstaklega fyrirtækjum í ferðaþjónustu því þar er mikið tekjufall sem er skilyrði fyrir þessum útlánum,“ segir Benedikt. Hann segir efnahagsdýfuna nú snarpari en 2008 en efnahagslíf landsins sé betur í stakk búið að takast á við hana en þá. „Það er augljóslega meiri efnahagssamdráttur nú en þá og hann hefur áhrif á fleiri störf. Hins vegar eru efnahagsreikningar ríkisins, bankanna og heimila með allt öðrum hætti nú en þá. Það er miklu minni skuldsetning. Þess vegna er geta til að fást við samdráttinn miklu meiri. Nú er hægt að veita lán og þar þurfa bankar að standa sig, þeir eru reknir með allt öðrum hætti en þá og eru með miklu hærra eigin- og lausafjárhlutfall nú en þá. Þeir eru hluti af lausninni en ekki vandamálinu,“ segir Benedikt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21 Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21
Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15