Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2020 22:02 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Vesturlandsvegur milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga þykir einhver hættulegasti kafli þjóðvegakerfisins og þar hefur lengi verið kallað eftir endurbótum, eins og fram kom á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum: Þegar Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er spurður um næstu stóru útboðsverk þá er Kjalarnes á listanum. Hann nefnir einnig Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Á Kjalarnesi er vonast til að fyrsti áfanginn, milli Varmhóla og Grundarhverfi, verði boðinn út í júní, en næsti áfangi er svo milli Grundarhverfis og Hvalfjarðar. Ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi er raunar stefnt að því að öll þessi þrjú verk fari í útboð í sumar; áfangar á Kjalarnesi, Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, „..og einhverja kannski byrjunarhluta í Gufudalssveit, ef leyfi fást,“ eins og Óskar Örn orðar það. Á Dynjandisheiði er vonast til að hægt verði að byrja á tveimur áföngum, annars vegar við Þverdalsá ofan Penningsdals og hins vegar á kafla í Arnarfirði, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Sjá nánar hér: Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Reykjavík Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Vesturlandsvegur milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga þykir einhver hættulegasti kafli þjóðvegakerfisins og þar hefur lengi verið kallað eftir endurbótum, eins og fram kom á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum: Þegar Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er spurður um næstu stóru útboðsverk þá er Kjalarnes á listanum. Hann nefnir einnig Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Á Kjalarnesi er vonast til að fyrsti áfanginn, milli Varmhóla og Grundarhverfi, verði boðinn út í júní, en næsti áfangi er svo milli Grundarhverfis og Hvalfjarðar. Ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi er raunar stefnt að því að öll þessi þrjú verk fari í útboð í sumar; áfangar á Kjalarnesi, Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, „..og einhverja kannski byrjunarhluta í Gufudalssveit, ef leyfi fást,“ eins og Óskar Örn orðar það. Á Dynjandisheiði er vonast til að hægt verði að byrja á tveimur áföngum, annars vegar við Þverdalsá ofan Penningsdals og hins vegar á kafla í Arnarfirði, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Sjá nánar hér: Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Reykjavík Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15