Sveigjanleiki fyrir fólk og fyrirtæki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:00 Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Vinnumarkaður Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku samþykkti borgarráð einróma 13 tillögur til að bregðast við efnahagslegum áhrifum Covid-19 faraldursins. Í gær stóðum við saman um að breyta reglum borgarinnar um innheimtu. Með þeim eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum, bæði fyrir fólk og fyrirtæki og styðja þannig bæði borgarbúa og atvinnulífið í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Við munum halda áfram að fylgjast með hvernig aðstæður þróast og bregðast við. En þetta eru skrefin sem við tókum í gær: Seinkun eindaga vegna þjónustu borgarinnar Hægt verður að óska eftir að eindagar reikninga vegna þjónustu borgarinnar verði seinkað um allt að tvo mánuði. Þetta þýðir að reikningar vegna þjónustu sem borgin veitir munu berast á saman tíma og venjulega. En í stað þess að eindagi reiknings verði 30 dögum eftir gjalddaga, verður hann 90 dögum síðar. Dráttarvextir munu ekki reiknast af þessum 90 dögum. Þannig er hægt að fresta greiðslu í þrjá mánuði t.d. af leikskólagjöldum, hádegismat grunnskóla og heimaþjónustu. Það eru ýmis gjöld á umhverfis- og skipulagssviði sem þarf að greiða áður en þjónusta er veitt og verður ekki hægt að óska eftir seinkun á eindaga á þeim reikningum. Greiðsludreifing frestaðra reikninga Við vitum að það getur skapað nýjan vanda að fresta öllum reikningum og eiga svo í vændum marga ógreidda reikninga þegar efnahagurinn vonandi vænkast. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á að dreifa greiðslum á þeim reikningum sem hefur verið heimilt að fresta, til allt að sex mánaða frá því að eindagi rennur upp. Lægri mánaðarleg greiðslubyrði fasteignagjalda Ákveðið hefur verið að létta mánaðarlega greiðslubyrði, bæði heimila og fyrirtækja. Tveir nýir gjalddagar, þann 1. nóvember og 1. desember munu bætast við og verða upphæðir gjalddaga frá 1. maí endurreiknaðar. Með þessu verður mánaðarleg greiðslubyrði um 25% lægri en ella. Þetta á bæði við fasteignaskatta og öll gjöld sem innheimt eru með fasteignasköttum, svo sem sorphirðugjald og endurvinnslugjald. Leigutakar fá frestun á leigugreiðslum Leigutakar hjá Reykjavíkurborg, sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum fyrir mánuðina mars-júní. Eindagi þessara gjalddaga verður þess í stað 15. janúar 2021. Þetta mun einnig eiga við þá sem leigja frá eignasjóði húsnæði í eigu annarra, ef þeir leigusalar samþykkja að fresta leigu til Reykjavíkurborgar til sama tíma. Frestun á fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði Eins og áður hefur verið kynnt munu fyrirtæki geta frestað allt að þremur gjalddögum fasteignaskatta og -gjalda um allt að þrjá mánuði, að uppfylltum skilyrðum. Leiðbeiningar um hvernig sækja má um frestun greiðslna og greiðsludreifingu má finna á vef Reykjavíkurborgar. Viðbrögð fyrirtækja borgarinnar Fyrirtæki borgarinnar eru einnig að skoða hvernig hægt er að bregðast við til að aðstoða fólk og fyrirtæki. Faxaflóahafnir, þar sem ég sit í stjórn, hafa t.d. samþykkt að leigjendur þeirra geta frestað leigugreiðslum, allt að þriggja mánaða, til janúar á næsta ári, ef þeir geta sýnt fram á verulegt tekjutap. Leigjendur Faxaflóahafna eru margir hverjir fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn og hafa orðið fyrir verulegu höggi. Einnig verða farþegagjöld smærri útgerðarfyrirtækja í hvalaskoðun, sjóstangaveiði og náttúruskoðun lækkuð. Við munum halda áfram að fylgjast með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífinu næstu misseri og bregðast við ef þörf krefur. Reykjavíkurborg vill standa þétt við bakið á borgarbúum og atvinnulífinu í borginni á þessum óvissutímum, stytta niðursveifluna eins og kostur er, verja lífskjör borgarbúa og styðja við atvinnulífið. Við þurfum að standa saman á þessum undarlegu tímum og verjast brimsköflunum, svo mest við megum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun