Fjölskyldan flutti heim frá New York: „Þetta hefur farið á versta veg“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 08:29 Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner. Vísir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira