Markaðsstarf eftir Covid19 Svanur Guðmundsson skrifar 7. apríl 2020 09:30 Stjórnvöld hafa heitið því að láta 1500 milljónir króna í að styrkja markaðsstarf ferðaþjónustunnar þegar sóttinni slotar og aftur verði hægt að vænta þess að einhver vilji yfir höfuð ferðast. Með fororði um að setja meira í markaðsstarfið ef þarf. Það er vel, en hafa má hugfast að síðan sóttinn kom upp hefur íslenski sjávarútvegurinn rekið sitt eigi markaðsátak og keppst við, nótt sem nýtan dag, við að selja íslenskar sjávarafurðir erlendis. Stjórnvöld hafa ekki látið krónu af hendi rakna í það starf og eru þó framundan páskarnir sem löngum hafa verið gríðarlega mikilvægir fyrir sjávarútveginn. Miklu skiptir að hægt sé að tryggja neytendum vörur á þeim tíma þó lokanir gildi nú í flestum viðskiptalöndum okkar. Neytendur þekkja íslenska fiskinn að góðu einu og vilja sjálfsagt fá hann sem áður. Ég heyri það frá aðilum í sjávarútvegi að þeir óttast stöðu viðskiptavina sinna. Dæmi eru um að viðskiptvinir þeirra hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og að kröfur séu líklega tapaðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa umbylt sinni framleiðslu vegna ástandsin á mörkuðum og vegna sóttvarnartilmæla viðskiptalanda. Mikið fer í frystingu og afurðir eru nú unnar til geymslu með von um betri tíð. Ástæða er til að óttast að markaðsfyrirtæki lendi í vanda og að íslenskir fiskseljendur þurfi að finna nýjar leiðir og nýja dreifingaraðila. Það ekki einfalt að selja og flytja fisk þessa daganna, í raun hefur allt breyst. Samt hefur tekist með undraverðum hætti að halda stórum hluta sjávarútvegsins gangandi enn sem komið er þó vissulega hafi hægst á sölu og veiðum. Tekist hefur að tryggja sölu á einhverju af ferskum fiski inn á markaði í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum en þar hafa ekki allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu víða, til dæmis í Evrópu, í aðdraganda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á fiskmörkuðunum til að afla sér hráefnis. En um leið hefur flutningsverð hækkað sem lækkar vitaskuld framlegð vinnslunnar. Fagnaðarefni er að fiskmagnið jókst í marsmánuði á fiskmörkuðum frá því sem var síðasta ár. Sömuleiðis hefur verð haldið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins um síðustu helgi. En varðandi það markaðsstarf sem getið var hér í upphafi, þá má hafa í huga að vel væri hægt að hafa samstarf um fyrirhugað markaðsstarf vegna ferðaþjónustunnar með sjávarútvegi og þess góða starfs sem þar er unnið. Við getum bent á hreinleika og gæði fisksins, svo og þá sjálfbærni sem felst í íslenskri fiskveiðistjórnun. Bendum ekki bara á fjöllin og fossana, segjum líka frá fólkinu við fjörðinn. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa heitið því að láta 1500 milljónir króna í að styrkja markaðsstarf ferðaþjónustunnar þegar sóttinni slotar og aftur verði hægt að vænta þess að einhver vilji yfir höfuð ferðast. Með fororði um að setja meira í markaðsstarfið ef þarf. Það er vel, en hafa má hugfast að síðan sóttinn kom upp hefur íslenski sjávarútvegurinn rekið sitt eigi markaðsátak og keppst við, nótt sem nýtan dag, við að selja íslenskar sjávarafurðir erlendis. Stjórnvöld hafa ekki látið krónu af hendi rakna í það starf og eru þó framundan páskarnir sem löngum hafa verið gríðarlega mikilvægir fyrir sjávarútveginn. Miklu skiptir að hægt sé að tryggja neytendum vörur á þeim tíma þó lokanir gildi nú í flestum viðskiptalöndum okkar. Neytendur þekkja íslenska fiskinn að góðu einu og vilja sjálfsagt fá hann sem áður. Ég heyri það frá aðilum í sjávarútvegi að þeir óttast stöðu viðskiptavina sinna. Dæmi eru um að viðskiptvinir þeirra hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og að kröfur séu líklega tapaðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa umbylt sinni framleiðslu vegna ástandsin á mörkuðum og vegna sóttvarnartilmæla viðskiptalanda. Mikið fer í frystingu og afurðir eru nú unnar til geymslu með von um betri tíð. Ástæða er til að óttast að markaðsfyrirtæki lendi í vanda og að íslenskir fiskseljendur þurfi að finna nýjar leiðir og nýja dreifingaraðila. Það ekki einfalt að selja og flytja fisk þessa daganna, í raun hefur allt breyst. Samt hefur tekist með undraverðum hætti að halda stórum hluta sjávarútvegsins gangandi enn sem komið er þó vissulega hafi hægst á sölu og veiðum. Tekist hefur að tryggja sölu á einhverju af ferskum fiski inn á markaði í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum en þar hafa ekki allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu víða, til dæmis í Evrópu, í aðdraganda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á fiskmörkuðunum til að afla sér hráefnis. En um leið hefur flutningsverð hækkað sem lækkar vitaskuld framlegð vinnslunnar. Fagnaðarefni er að fiskmagnið jókst í marsmánuði á fiskmörkuðum frá því sem var síðasta ár. Sömuleiðis hefur verð haldið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins um síðustu helgi. En varðandi það markaðsstarf sem getið var hér í upphafi, þá má hafa í huga að vel væri hægt að hafa samstarf um fyrirhugað markaðsstarf vegna ferðaþjónustunnar með sjávarútvegi og þess góða starfs sem þar er unnið. Við getum bent á hreinleika og gæði fisksins, svo og þá sjálfbærni sem felst í íslenskri fiskveiðistjórnun. Bendum ekki bara á fjöllin og fossana, segjum líka frá fólkinu við fjörðinn. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun