Forréttindi þeirra sem njóta sakamála Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 14. maí 2020 16:00 Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á þessum ótrúlegu tímum sem búum við í dag gerir fólk allt í þeirra valdi til að dreifa huganum, láta tímann líða og bíða betri stunda. Í sérstökum BBC hlaðvarpsþætti sem fjallaði um leiðir til þess að líða betur á Covid-tímum töluðu viðmælendur um að hreyfa sig, hlusta á tónlist, læra á hljóðfæri, að elda eða baka eitthvað nýtt, lesa bækurnar sem hafa beðið árum saman, að skála á happy hour í gegnum myndsímtal og að sérstaklega sé gott að taka bara einn dag í einu. Sjálf hef ég mikið notast við glæpasögur, í hvaða formi sem þær bjóðast. Þar get ég allt í einu gengið inn í aðstæður þar sem er söguþráður, spenna og hasar og svo er einhver fundinn sekur og mér finnst, þó það sé bara um stutta stund, eins og ég hafi örlitla stjórn. Ég veit hvað gerist næst. Sakamálasögur hafa verið notaðar til skemmtunar í áraraðir. Hvort sem það er í formi bóka, þáttaraða, bíómynda eða, líkt og hefur verið vinsælt nýverið, hlaðvarpa. Aðdáendurnir eru margir og konur þar í miklum meirihluta. Sjálf eyði ég klukkustundum saman í að hlusta og horfa á sögur af sakamálum og nýt þess í botn. En ég kemst upp með það, forréttindi mín sveipa mig sakleysishulu og ég held áfram að kveikja á næsta þætti eða setja í mig heyrnartólin og hlusta. Inn valsa raddir sem segja mér frá blóðugum morðum og hræðilegum atburðum en um leið og það verður of mikið get ég einfaldlega ýtt á pásu og tekið úr mér tólin. Þá er ég strax aftur mætt í minn rólega og ofbeldislausa raunveruleika. Allt er gott á ný. En því miður eru það ekki forréttindi sem allir njóta. Það eru ekki allir sem geta notast við glæpasögur sem afþreyingu, fyrir sumum eru þær hreinlega raunveruleiki. Jafnvel daglegur. Nú á Covid-tímum hefur heimilisofbeldi aukist snarlega, um heil 11%, ofbeldi gagnvart börnum sem beint eru rakin til veirunnar komin uppá borð hjá Barnaverndarnefnd og það sem er þyngra en tárum taki, tveir einstaklingar hafa látið lífið. Við sem notum sögur um sakamál til dægrastyttingar berum oft fyrir okkur að það sé til þess að læra hvað sé best að gera skyldum við einn daginn lenda í slíkum aðstæðum, að við séum eftir allt saman einhvernveginn, kannski, mögulega, betur undirbúin. Ó hvað ég vona að það sé satt, ég vona að allar þessar klukkustundir kenni okkur að þekkja merkin, spyrja spurninga, hringja á hjálp frekar einum of oft en einum of sjaldan, skipta okkur af, aðstoða og vera til staðar. Ó hvað ég vona að það sé satt. Höfundur er mannfræðingur og meistaranemi í miðlun- og almannatengslum við Goldsmiths University í London.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun