Tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. apríl 2020 09:00 Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á hverri kaffistofu er einhver sem virðist alltaf svo viss í sinni sök. Leiðið hugann að ykkar vinnustað, er þetta kannski sá sem sömuleiðis er háværastur? Það er alltaf einn. Fyrir tíma kaffistofunnar voru það götuhorn og torg og nú þegar vinnustaðir eru margir lokaðar eru það ummælakerfin. Aldrei hefur framboðið skort og eftirspurnin virðist sömuleiðis óþrjótandi. Rangar upplýsingar þrífast best þar sem frumheimildina vantar og fullvissa þess háværasta á kaffistofunni er látin duga. Hvað heimilisfjármálin varðar getur misskilningur sem af þessu hlýst valdið meiru en óþægindum og skömm, hann getur kostað fólk heilmiklar fjárhæðir. Dæmi um slíkt eru þau ósannindi sem undanfarið hafa gengið manna á milli að úttekt séreignarsparnaðar skerði ellilífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar. Það er lítið mál að kanna hvað er satt og rétt í þeim efnum en því miður hefur fjöldi fólks greitt himinháa skatta og orðið fyrir miklum skerðingum vegna þess að það trúði þessum orðrómi. Hið rétta er að úttekt séreignar hefur engin áhrif á ellilífeyri TR og hann skerðist heldur ekki um krónu á móti krónu þó því sé sífellt haldið fram. Sömu sögu má segja af þeim fjölda lífeyrisþega sem felur reiðufé undir koddum og í bankahólfum, haldandi að Tryggingastofnun skerði greiðslur vegna eigna, þegar tekjutengingar ná einungis yfir hluta ávöxtunar. Aftur er misskilningurinn dýrkeyptur og lítið mál að komast að hinu rétta. En traustið á fullvissu næsta manns virðist oft það mikið að við gefum okkur ekki tíma fyrir 5 mínútur á Google eða eitt símtal. En hvernig tengist þetta verðtryggðum lánum? Hækkar lánið ekki bara aftur? Húsnæðislán hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið og meðal annars hafa greiðslufrestir, vaxtabreytingar og inngrip í verðtryggingu verið á milli tannanna á fólki, þó svo verðbólgan sé raunar enn undir markmiðum Seðlabankans og engar vísbendingar um annað en að hún verði áfram hófleg. Auk þessa hefur nokkuð verið rætt um möguleika á að borga inn á lán, ýmist með skattfrjálsri ráðstöfun séreignar eða með beinum innborgunum. Í slíkri umræðu bergmálar í ummælakerfum og við kaffivélina „Það tekur því ekki að greiða inn á verðtryggð lán vegna þess að þau hækka bara aftur í verðbólgunni og peningurinn tapast“. Fólki hefur jafnvel verið ráðlagt að greiða séreignina sína ekki inn á húsnæðislánið þar sem hún tapist bara. Það sem greitt er niður mun að sjálfsögðu aldrei bera verðtryggingu eða vexti. Við getum verið þess fullviss sá hluti lánsins er horfinn og getur ekki hækkað. Ef lánið hækkar að nýju vegna verðbólgu er það vegna þess að eftirstöðvar lánsins eru að hækka, ekki það sem greitt var niður. Það gefur því auga leið að ef ekki hefði verið greitt inn á lánið hefði það hækkað enn meira og því er ávinningur uppgreiðslunnar ótvíræður. Dæmi: Ég greiði 2 milljón inn á 20 milljóna króna lán. Eftir standa 18 milljónir. 5% verðbólguskot hækkar lánið upp í 18,9 milljónir. Hefði ég ekki greitt inn á lánið stæði það í 21 milljón í dag. Borgar sig kannski að taka óverðtryggt lán í staðinn? En hvað með að losa sig að fullu við verðtryggða lánið og taka óverðtryggt í staðinn? Nú hafa vextir í landinu lækkað það mikið að fyrir marga eru óverðtryggð húsnæðislán nú í fyrsta sinn raunhæfur kostur og endurfjármögnun er auk þess talsvert ódýrari en hún var á árum áður. Grípið nú tækifærið, á meðan kaffistofan er lokuð, takið upp tólið og heyrið í íbúðalánaráðgjafa um þá möguleika sem í boði eru. Hver veit nema þar sé raunverulega kjarabót að finna. Höfundur er deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun