Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2020 15:17 Bjarni Benediktsson gaf útgerðinni engan afslátt og tók þar með af öll tvímæli um að málið kynni að vera ríkisstjórninni erfitt. visir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom í sinni ræðu á þingi um áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda inn á markrílmálið svokallað. Það snýst um kröfu nokkurra útgerða á hendur ríkinu sem nemur ríflega 10 milljörðum króna vegna þess að þær útgerðir fengu ekki eins miklum kvóta úthlutað og þær töldu sig eiga rétt á. „Togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig,“ sagði Bjarni. En, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði áður skorað á útgerðirnar að draga þessa kröfu sína til baka. Hafi einhver ætlað að ágreiningur væri uppi um málið innan ríkisstjórnarinnar, þá tók Bjarni af öll tvímæli um það. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmálinu. Við munum taka til fullra varna. Ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er bara svo einfalt.“ Ekki kom fram í máli Bjarna hvernig það yrði útfært fari svo að útgerðin hafi sigur í málinu, hvort það yrði þá með hækkun veiðigjalda í ófyrirsjáanlegri framtíð eða öðrum hætti. Þar með liggur fyrir að veruleg samstaða ríkir á þingi; óánægja með framgöngu útgerðarmanna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra taldi hljóð og mynd ekki fara saman í þessari kröfugerð útgerðarinnar. Sem ýmsum, svo sem Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni, þykir reyndar yfirgengileg og lýsa fáránlegri græðgi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom í sinni ræðu á þingi um áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda inn á markrílmálið svokallað. Það snýst um kröfu nokkurra útgerða á hendur ríkinu sem nemur ríflega 10 milljörðum króna vegna þess að þær útgerðir fengu ekki eins miklum kvóta úthlutað og þær töldu sig eiga rétt á. „Togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig,“ sagði Bjarni. En, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði áður skorað á útgerðirnar að draga þessa kröfu sína til baka. Hafi einhver ætlað að ágreiningur væri uppi um málið innan ríkisstjórnarinnar, þá tók Bjarni af öll tvímæli um það. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmálinu. Við munum taka til fullra varna. Ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er bara svo einfalt.“ Ekki kom fram í máli Bjarna hvernig það yrði útfært fari svo að útgerðin hafi sigur í málinu, hvort það yrði þá með hækkun veiðigjalda í ófyrirsjáanlegri framtíð eða öðrum hætti. Þar með liggur fyrir að veruleg samstaða ríkir á þingi; óánægja með framgöngu útgerðarmanna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra taldi hljóð og mynd ekki fara saman í þessari kröfugerð útgerðarinnar. Sem ýmsum, svo sem Kolbeini Óttarssyni Proppé þingmanni, þykir reyndar yfirgengileg og lýsa fáránlegri græðgi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Dómsmál Tengdar fréttir Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20
Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02
Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41