Sýnist ekki þurfa að lengja skólaárið Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 10:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að sér og skólasamfélaginu sýnist að ekki verði þörf á að lengja skólaárið, þrátt fyrir þá röskun sem orðið hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Sveins- og stúdentspróf fari fram og ættu nemendur því að geta útskrifast í vor. Þó sé mikilvægt að mati ráðherra að sveigjanleiki og umburðarlyndi verði höfð til hliðsjónar í því verkefni sem framundan er í skólum landsins. Skólahald verður með eðlilegum hætti frá og með 4. maí þegar nýtt, vægara stig í yfistandandi samkomubanns vegna kórónuveirunnar tekur gildi. Þó verður áfram reynt að tryggja að farið verði að öðrum tilmælum sóttvarnalæknis í skólum landsins, eins og að virða tveggja metra fjarlægðarmörk á milli fólks. Sjá einnig: Þessum takmörkunum verður aflétt 4. maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rík áhersla hafi verið lögð á að reyna að hafa skólastarf með sem eðlilegustum hætti í gegnum farsóttina. Sú afstaða snúi að virkni, festu og aga auk þess sem börn verði að geta treyst því að skólinn virki. Hún hrósar skólasamfélaginu fyrir að hafa tekið verkefnið föstum tökum, ekki síst kennurum sem hafi tamið sér rafræna kennsluhætti á örskömmum tíma - það hafi í raun verið með „algjörum ólíkindum“ að mati ráðherrans. Framhaldsskólar hafi að sama skapi reitt sig á fjarnám í faraldrinum. Lilja segir að mikill áhugi hafi verið á því að verknemar gætu klárað sveinsprófin sín í vor og að boðað yrði til þeirra tveimur til fimm vikum eftir að skólahald hæfist að nýju. „Frá og með 4. maí verða skólabyggingarnar opnar en það mega ekki vera meira en 50 inni í hverju rými. Ég tresti rektorum og skólameisturum fyllilega til að klára það. Við höfum verið að funda tvisvar til þrisvar í viku alveg síðan að farsóttin byrjaði,“ segir Lilja. Það sama sé að segja um háskólana. „Þeir hafa klárað námsmatið, það er auðvitað mjög mismunandi en það hefur verið gríðarlegur hugur í skólafólki landsins,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort sé þá ekki þörf á að lengja skólaárið segir Lilja: „Okkur sýnist ekki. Vegna þess að stúdensprófin verða haldin og nemendur geta komið inn í skólana, en auðvitað þurfum við líka að sýna ákveðinn sveigjanleika. Ég get ekki setið hér og sagt að allt verði með eðlilegum hætti. Þetta er búið að reyna rosalega á fólk og þegar við förum inn í þetta verkefni þá gerum við það með ákveðinni væntumþykju, umburðarlyndi og sveigjanleika.“ Þau sem ætla að útskrifast í vor munu ná því. „Já. Það eru skilaboðin frá framhaldsskólastiginu. Nemendur eru auðvitað misvel staddir. Ég get ekki sagt að allir muni útskrifast, það fer auðvitað eftir stöðu hvers og eins en já: Prófin verða haldin og sveinsprófin líka,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira