Næstum tvö hundruð í sóttkví eftir mæðradagsmessu Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 10:58 Presturinn taldi óhætt að halda messu í ljósi fárra smita í sýslunni. Vísir/Getty Yfir 180 kirkjugestum var skipað að fara í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur reyndist hafa verið í sömu messu þeir. Um var að ræða mæðradagsmessu í Butte-sýslu í norðurhluta Kaliforníu en einstaklingurinn greindist með kórónuveiruna stuttu eftir messuna. Presturinn Michael Jacobsen staðfesti í samtali við Washington Post að messan hafi verið í sínum söfnuði, Palermo Bible Family Church. Messan fór fram þvert á tilmæli yfirvalda í ríkinu en stórar samkomur eru bannaðar til þess að sporna gegn kórónuveirufaraldrinum. Jacobsen sagðist ekki hafa átt í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld vegna athafnarinnar en hann hafði nú þegar þurft að aflýsa páskahelgistund vegna faraldursins. Hann hafði trúað því að það væri óhætt að halda messu nú í ljósi þess hversu fá smit hefðu komið upp í sýslunni. Um 200 þúsund manns búa í Butte-sýslu og eru um 22 virk smit á svæðinu. „Ég þurfti að aflýsa páskafögnuðinum og eru það fyrstu páskarnir síðan ég fékk Jesú inn í mitt líf þar sem ég gat ekki tekið þátt í helgistund. Það var mjög erfitt,“ sagði Jacobsen og bætti við að kirkjan væri nauðsynlegur hluti af lífi sínu. Heilbrigðisyfirvöld í ríkinu hafa varað við því að brjóti fólk gegn fyrirmælum með þessum hætti gæti það leitt til þess að grípa þurfi til harðari aðgerða. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Yfir 180 kirkjugestum var skipað að fara í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur reyndist hafa verið í sömu messu þeir. Um var að ræða mæðradagsmessu í Butte-sýslu í norðurhluta Kaliforníu en einstaklingurinn greindist með kórónuveiruna stuttu eftir messuna. Presturinn Michael Jacobsen staðfesti í samtali við Washington Post að messan hafi verið í sínum söfnuði, Palermo Bible Family Church. Messan fór fram þvert á tilmæli yfirvalda í ríkinu en stórar samkomur eru bannaðar til þess að sporna gegn kórónuveirufaraldrinum. Jacobsen sagðist ekki hafa átt í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld vegna athafnarinnar en hann hafði nú þegar þurft að aflýsa páskahelgistund vegna faraldursins. Hann hafði trúað því að það væri óhætt að halda messu nú í ljósi þess hversu fá smit hefðu komið upp í sýslunni. Um 200 þúsund manns búa í Butte-sýslu og eru um 22 virk smit á svæðinu. „Ég þurfti að aflýsa páskafögnuðinum og eru það fyrstu páskarnir síðan ég fékk Jesú inn í mitt líf þar sem ég gat ekki tekið þátt í helgistund. Það var mjög erfitt,“ sagði Jacobsen og bætti við að kirkjan væri nauðsynlegur hluti af lífi sínu. Heilbrigðisyfirvöld í ríkinu hafa varað við því að brjóti fólk gegn fyrirmælum með þessum hætti gæti það leitt til þess að grípa þurfi til harðari aðgerða.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira