Pálmi segir markmið KR einfalt: „Það er alltaf stefnt á titil hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 19:00 Pálmi Rafn og Óskar Örn Hauksson fagna með Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan elliheimilið Grund síðasta haust. Mynd/Twitter-síða Pálma Rafns Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar
KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira