Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2020 12:36 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru miklir andstæðingar í stjórnmálum. Getty/Samsett Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. Pelosi telur að Trump ætti ekki að taka lyfið inn, einkum í ljósi aldurs og holdafars. Trump greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann hefði undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar veirunni. Forsetanum hefur verið tíðrætt um notagildi lyfsins í baráttunni við faraldurinn, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Ekki hefur tekist að sýna fram á neina virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Ríkisstjórn Trumps hefur jafnframt sjálf gefið út að lyfið skuli aðeins nota á sjúkrahúsum í nánu samráði við lækna eða í rannsóknarskyni, þar sem aukaverkanir þess geti verið banvænar. Pelosi, sem er einn helsti andstæðingur Trumps á sviði bandarískra stjórnmála, var innt eftir viðbrögðum við frásögn forsetans í viðtali á fréttastofunni CNN í gærkvöldi. Og það stóð ekki á svari. „Hann er forseti okkar og ég vil síður að hann taki eitthvað inn sem hefur ekki fengið vilyrði vísindamanna, sérstaklega í aldursflokki hans og í, skulum við segja, þyngdarflokki… sjúklega offeitur (e. morbidly obese), segja þeir,“ sagði Pelosi. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan. “I would rather he not be taking something that has not been approved by the scientists, especially in his age group, and in his, shall we say, weight group: ‘Morbidly obese,’ they say,” says House Speaker Nancy Pelosi on Pres. Trump’s revelation he is taking hydroxychloroquine. pic.twitter.com/0ImjpEjg9q— Anderson Cooper 360° (@AC360) May 19, 2020 Trump er 73 ára og gekkst síðast undir allsherjarlæknisskoðun í febrúar 2019, samkvæmt opinberum gögnum. Þar mældist BMI-stuðull forsetans 30,4 og hann því í ofþyngd (e. obese). Trump flokkast þannig ekki sem „sjúklega offeitur“ (e. morbidly obese), líkt og fram kom í máli Pelosi, en það gera aðeins þeir sem mælast með BMI-stuðul yfir 40. Trump hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann viðurkenndi inntöku malaríulyfsins. Guardian hefur eftir tveimur læknum í frétt sinni um málið að þeir hefðu áhyggjur af því að fólk fylgdi fordæmi Trumps og byrjaði að taka lyfið inn. Þá lögðu þeir áhersla á að engar sönnur hefðu verið færðar á virkni lyfsins og að niðurstöður rannsókna til þessa „lofuðu ekki góðu“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. Pelosi telur að Trump ætti ekki að taka lyfið inn, einkum í ljósi aldurs og holdafars. Trump greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann hefði undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar veirunni. Forsetanum hefur verið tíðrætt um notagildi lyfsins í baráttunni við faraldurinn, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Ekki hefur tekist að sýna fram á neina virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Ríkisstjórn Trumps hefur jafnframt sjálf gefið út að lyfið skuli aðeins nota á sjúkrahúsum í nánu samráði við lækna eða í rannsóknarskyni, þar sem aukaverkanir þess geti verið banvænar. Pelosi, sem er einn helsti andstæðingur Trumps á sviði bandarískra stjórnmála, var innt eftir viðbrögðum við frásögn forsetans í viðtali á fréttastofunni CNN í gærkvöldi. Og það stóð ekki á svari. „Hann er forseti okkar og ég vil síður að hann taki eitthvað inn sem hefur ekki fengið vilyrði vísindamanna, sérstaklega í aldursflokki hans og í, skulum við segja, þyngdarflokki… sjúklega offeitur (e. morbidly obese), segja þeir,“ sagði Pelosi. Hluta úr viðtalinu má sjá hér að neðan. “I would rather he not be taking something that has not been approved by the scientists, especially in his age group, and in his, shall we say, weight group: ‘Morbidly obese,’ they say,” says House Speaker Nancy Pelosi on Pres. Trump’s revelation he is taking hydroxychloroquine. pic.twitter.com/0ImjpEjg9q— Anderson Cooper 360° (@AC360) May 19, 2020 Trump er 73 ára og gekkst síðast undir allsherjarlæknisskoðun í febrúar 2019, samkvæmt opinberum gögnum. Þar mældist BMI-stuðull forsetans 30,4 og hann því í ofþyngd (e. obese). Trump flokkast þannig ekki sem „sjúklega offeitur“ (e. morbidly obese), líkt og fram kom í máli Pelosi, en það gera aðeins þeir sem mælast með BMI-stuðul yfir 40. Trump hefur verið gagnrýndur talsvert eftir að hann viðurkenndi inntöku malaríulyfsins. Guardian hefur eftir tveimur læknum í frétt sinni um málið að þeir hefðu áhyggjur af því að fólk fylgdi fordæmi Trumps og byrjaði að taka lyfið inn. Þá lögðu þeir áhersla á að engar sönnur hefðu verið færðar á virkni lyfsins og að niðurstöður rannsókna til þessa „lofuðu ekki góðu“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40