Hagkerfi Kína dróst saman í fyrsta sinn í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 09:12 Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. AP/Mark Schiefelbein Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. Hagfræðingar höfðu búist við slæmum samdrætti, þar sem gripið var til umfangsmikilla aðgerða gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar fyrr á þessu ári og fólki víða gert að halda sig heima. Hann er þó verri en gert hafði verið ráð fyrir, samkvæmt frétt BBC. Tölurnar þykja til marks um að það verði erfiðara en áður hefur verið talið að koma atvinnulífinu og hagkerfinu í sama horf á nýjan leik. South China Morning Post segir þetta í fyrsta sinn sem samdráttur verði í Kína síðan 1976. Meðalhagvöxtur Kína á síðustu tveimur áratugum hefur verið um níu prósent. Sérfræðingar hafa þó lengi og ítrekað dregið nákvæmni hagtalna frá Kína í efa. Yfirvöld landsins hafa sagst ætla að auka neyslu í Kína en það er ekki eina vandamálið. Samdráttur hagkerfa víða um heim og minni neysla hefur og mun áfram koma verulega niður á útflutningi frá Kína. Það gæti gert hagkerfi landsins erfitt að ná sér aftur á strik, ef svo má að orði komast. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hagkerfi Kína dróst saman á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem það gerist síðan yfirvöld landsins byrjuðu að taka hagtölur saman yfir ársfjórðunga árið 1992. Samdrátturinn var 6,8 prósent en á sama fjórðungi í fyrra var 6,4 prósenta hagvöxtur í Kína. Hagfræðingar höfðu búist við slæmum samdrætti, þar sem gripið var til umfangsmikilla aðgerða gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar fyrr á þessu ári og fólki víða gert að halda sig heima. Hann er þó verri en gert hafði verið ráð fyrir, samkvæmt frétt BBC. Tölurnar þykja til marks um að það verði erfiðara en áður hefur verið talið að koma atvinnulífinu og hagkerfinu í sama horf á nýjan leik. South China Morning Post segir þetta í fyrsta sinn sem samdráttur verði í Kína síðan 1976. Meðalhagvöxtur Kína á síðustu tveimur áratugum hefur verið um níu prósent. Sérfræðingar hafa þó lengi og ítrekað dregið nákvæmni hagtalna frá Kína í efa. Yfirvöld landsins hafa sagst ætla að auka neyslu í Kína en það er ekki eina vandamálið. Samdráttur hagkerfa víða um heim og minni neysla hefur og mun áfram koma verulega niður á útflutningi frá Kína. Það gæti gert hagkerfi landsins erfitt að ná sér aftur á strik, ef svo má að orði komast.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent