Að erfa hlutabréf Svanur Guðmundsson skrifar 25. maí 2020 16:35 Það er lífsins gangur að ein kynslóð tekur við af annarri. Allt er breytingum undirorpið og flest reynum við að undirbúa okkur sem best, hvort sem við erum að yfirgefa þennan heim eða taka hann í arf. Í því réttarríki sem við lifum núna hefur löggjafinn nokkurn viðbúnað til að tryggja að allt fari eftir settum reglum þó að kaldhæðnir menn hafi stundum á orði að ríkið sé fyrsti syrgjandinn þegar kemur að uppgjöri arfs. Þannig hefur skapast hefð fyrir því að þegar verðmæti fara á milli kynslóða mætir ríkisvaldið og það mun mæta aftur næst þegar sami arfur gengur milli næstu kynslóða. Ef arfurinn ávaxtast lítið þá mun allt að endingu hverfa til ríkisins. Þannig má segja að það sé erfingi allra erfingja enda aðeins tvennt öruggt í lífinu; skatturinn og dauðinn. Við getum haft skoðun á því hve sanngjarnt þetta kerfi er en hér hefur myndast sátt um að hafa lagalega umgjörð um erfðamál sem allir Íslendingar þurfa að gangast undir. Nú hefur verið upplýst að eigendur eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hafa ákveðið að færa eignarhlut sinn í fyrirtækinu til afkomenda sinna. Það er gert fyrir opnum tjöldum og öllum reglum fylgt þannig að ríkiserfinginn fái nú örugglega sinn hlut, sem hann mun líka fá næst og svo aftur koll af kolli eins og áður var rakið. Sanngjarnt? Já, um það má deila en þeir sem hafa skilað miklu æviverki og farnast vel skila meiri frá sér til næstu kynslóða. Sumir geta glaðst yfir því að skuldir erfast ekki. Eins og skýrt hefur komið fram þá er verið að færa hluti í atvinnufyrirtæki, með öllum réttindum og skyldum, milli kynslóða. Aðgerðin nær eingöngu til hlutabréfa Samherja. Aflamarkskerfið hefur ekkert með þetta fyrirkomulag að gera, fyrirtækið sem hér um ræðir hefur þar réttindi og skyldur eins og á svo mörgum öðrum sviðum og mun uppfylla þau áfram. Fyrir þau veiðiréttindi sem fyrirtækið hefur aðgang að verður að greiða veiðileyfagjald, rétt eins og á við um aðra skatta sem þarf að greiða af starfseminni. Það sem var greitt áður, verður greitt áfram, óháð eignarhaldi. Eina breytingin er að ríkissjóður mun fá mikla fjármuni til sín vegna fyrirframgreidds arfs. Þessi umræða í kjölfar kynslóðaskipta Samherja minnir hins vegar á hve umræðan um sjávarútveginn getur orðið undarleg. Einn aflagður prestur komst í pontu og var útvarpaður. Þar náði hann að fordæma að börn fengju arf eftir foreldra sína. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á þá skoðun sína að á alþingi væru þjófar. Hafði presturinn verið virkur í Frjálslinda flokknum svo og í aflögðu stjórnlagaráði. Mér er spurn og það fleirum hvort þjóðkirkjunni finnist það sæmandi að prestar saki samborgara sína um glæpi úr prédikunarstóli. Í síðustu grein minni benti ég á að sjávarútvegsfyrirtækin okkar eru síður en svo stór þegar borið er saman við önnur fyrirtæki sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu. Þegar þess er gætt er stundum undarleg hve hávær umræðan um sjávarútveginn er. Þar vitnaði ég til Einars Benediktssonar úr Íslandsljóði hans og er byrjunin þar yfirskrift þessa pistils. Við eigum að vera stolt af okkar sjávarútvegi og eigum að standa saman að því að gera þar enn betur. Hættum að líta til sjávarútvegsins með öfundaraugum og gleðjumt yfir færsæld hans og styrk enda mikilvægt fyrir hag allrar þjóðarinnar að sjávarútvegsfyrirtækin séu vel rekin og haldi áfram að þróast. Hafið þekur ríflega sjö tíundu hluta jarðarinnar og flestar þjóðir sem búa við haf reka sinn sjávarútveg á ófullkominn og ósjálfbæran hátt. Ofveiði, mengun og sóun er oft fylgifiskur þeirra stefnu en hér á landi höfum við forskrift sem getur gagnast vel öðrum þjóðum. Við höfum því öfundsverð tækifæri til þess að stefna útávið með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Það er nægt pláss fyrir alla og þeir sem kvarta undan því að komst ekki í útgerð í hinum stóra heimi geta það. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Sjávarútvegur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er lífsins gangur að ein kynslóð tekur við af annarri. Allt er breytingum undirorpið og flest reynum við að undirbúa okkur sem best, hvort sem við erum að yfirgefa þennan heim eða taka hann í arf. Í því réttarríki sem við lifum núna hefur löggjafinn nokkurn viðbúnað til að tryggja að allt fari eftir settum reglum þó að kaldhæðnir menn hafi stundum á orði að ríkið sé fyrsti syrgjandinn þegar kemur að uppgjöri arfs. Þannig hefur skapast hefð fyrir því að þegar verðmæti fara á milli kynslóða mætir ríkisvaldið og það mun mæta aftur næst þegar sami arfur gengur milli næstu kynslóða. Ef arfurinn ávaxtast lítið þá mun allt að endingu hverfa til ríkisins. Þannig má segja að það sé erfingi allra erfingja enda aðeins tvennt öruggt í lífinu; skatturinn og dauðinn. Við getum haft skoðun á því hve sanngjarnt þetta kerfi er en hér hefur myndast sátt um að hafa lagalega umgjörð um erfðamál sem allir Íslendingar þurfa að gangast undir. Nú hefur verið upplýst að eigendur eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins hafa ákveðið að færa eignarhlut sinn í fyrirtækinu til afkomenda sinna. Það er gert fyrir opnum tjöldum og öllum reglum fylgt þannig að ríkiserfinginn fái nú örugglega sinn hlut, sem hann mun líka fá næst og svo aftur koll af kolli eins og áður var rakið. Sanngjarnt? Já, um það má deila en þeir sem hafa skilað miklu æviverki og farnast vel skila meiri frá sér til næstu kynslóða. Sumir geta glaðst yfir því að skuldir erfast ekki. Eins og skýrt hefur komið fram þá er verið að færa hluti í atvinnufyrirtæki, með öllum réttindum og skyldum, milli kynslóða. Aðgerðin nær eingöngu til hlutabréfa Samherja. Aflamarkskerfið hefur ekkert með þetta fyrirkomulag að gera, fyrirtækið sem hér um ræðir hefur þar réttindi og skyldur eins og á svo mörgum öðrum sviðum og mun uppfylla þau áfram. Fyrir þau veiðiréttindi sem fyrirtækið hefur aðgang að verður að greiða veiðileyfagjald, rétt eins og á við um aðra skatta sem þarf að greiða af starfseminni. Það sem var greitt áður, verður greitt áfram, óháð eignarhaldi. Eina breytingin er að ríkissjóður mun fá mikla fjármuni til sín vegna fyrirframgreidds arfs. Þessi umræða í kjölfar kynslóðaskipta Samherja minnir hins vegar á hve umræðan um sjávarútveginn getur orðið undarleg. Einn aflagður prestur komst í pontu og var útvarpaður. Þar náði hann að fordæma að börn fengju arf eftir foreldra sína. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á þá skoðun sína að á alþingi væru þjófar. Hafði presturinn verið virkur í Frjálslinda flokknum svo og í aflögðu stjórnlagaráði. Mér er spurn og það fleirum hvort þjóðkirkjunni finnist það sæmandi að prestar saki samborgara sína um glæpi úr prédikunarstóli. Í síðustu grein minni benti ég á að sjávarútvegsfyrirtækin okkar eru síður en svo stór þegar borið er saman við önnur fyrirtæki sem hafa mikil áhrif á afkomu heimilanna í landinu. Þegar þess er gætt er stundum undarleg hve hávær umræðan um sjávarútveginn er. Þar vitnaði ég til Einars Benediktssonar úr Íslandsljóði hans og er byrjunin þar yfirskrift þessa pistils. Við eigum að vera stolt af okkar sjávarútvegi og eigum að standa saman að því að gera þar enn betur. Hættum að líta til sjávarútvegsins með öfundaraugum og gleðjumt yfir færsæld hans og styrk enda mikilvægt fyrir hag allrar þjóðarinnar að sjávarútvegsfyrirtækin séu vel rekin og haldi áfram að þróast. Hafið þekur ríflega sjö tíundu hluta jarðarinnar og flestar þjóðir sem búa við haf reka sinn sjávarútveg á ófullkominn og ósjálfbæran hátt. Ofveiði, mengun og sóun er oft fylgifiskur þeirra stefnu en hér á landi höfum við forskrift sem getur gagnast vel öðrum þjóðum. Við höfum því öfundsverð tækifæri til þess að stefna útávið með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Það er nægt pláss fyrir alla og þeir sem kvarta undan því að komst ekki í útgerð í hinum stóra heimi geta það. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun