Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 11:11 Mikið mæðir nú á ríkisstjórn Boris Johnson. Fjöldi látinna í faraldrinum nálgast verstu spár stjórnvalda og nánasti ráðgjafi Johnson sætir harðri gagnrýni fyrir að hunsa fyrirmæli stjórnvalda. Vísir/EPA Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. Samkvæmt tölum Hagstofu Bretlands höfðu 42.173 látist á Englandi og Wales vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. maí. Fjöldinn nær 47.343 þegar talin eru með fyrri tölfræði frá Skotlandi, Norður-Írlandi og sjúkrahúsum á Englandi undanfarið. Reuters-fréttastofan segir að fjöldi dauðsfalla sé engu að síður vanmetinn. Aðalvísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagðist telja að 20.000 dauðsföll í faraldrinum yrði „góð útkoma“ í mars. Verstu spár ríkisstjórnarinnar hljóðuðu upp á um 50.000 dauðsföll í apríl. Ríkisstjórn Johnson liggur undir harðri gagnrýni vegna viðbragðanna við faraldrinum. Hún kom á takmörkunum til að hefta útbreiðslu veirunnar síðar en mörg önnur Evrópuríki. Dominic Cummings, nánasti ráðgjafi Boris Johnson, var afar umdeildur jafnvel áður en upp komst að hann hunsaði fyrirmæli stjórnvalda í faraldrinum. Hann er talinn einn af arkítektum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Dominic Cummings Dominic Cummings, the top aide to Britain's Prime Minister Boris Johnson, arrives at Downing Street the day after he gave a press conference over allegations he breached coronavirus lockdown restrictions in London, Tuesday, May 26, 2020. (AP Photo/Frank Augstein)AP/Frank Augstein Segir af sér vegna óánægju með gjörðir Cummings Undanfarna daga hefur þrýstingurinn á ríkisstjórnina enn aukist eftir að upp komst að Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnson, ferðaðist hundruð kílómetra frá London til að koma barni í pössun hjá foreldrum sínum á sama tíma og stjórnvöld brýndu fyrir almenningi að yfirgefa ekki heimili sín í lok mars. Cummings segist hafa gert það vegna þess að hann og konan hans voru mögulega smituð af veirunni. Skömmu síðar veiktist Johnson forsætisráðherra heiftarlega. Málið hefur vakið upp spurningur um hvort aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en fyrir almenning. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins er á meðal þeirra sem kröfðust afsagnar Cummings um helgina. Johnson og fleiri ráðherrar hafa aftur á móti varið Cummings með kjafti og klóm og haldið því fram að ráðgjafinn hafi aðeins fylgt „föðureðli“ sínu. Cummings þvertók fyrir að hann ætlaði að segja af sér á blaðamannafundi í gær. Taldi hann sig ekki hafa gert neitt rangt. Skýringar hans á ferðalaginu hafa þó verið dregnar í efa í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið tilkynnti Douglas Ross, aðstoðarráðherra ríkisstjórnarinnar í málefnum Skotlands, um afsögn sína. Í yfirlýsingunni sagðist hann samþykkja skýringar Cummings um að hann hafi gert það sem hann taldi fjölskyldu sinni fyrir bestu. „Hins vegar voru þetta ákvarðanir sem margir aðrir töldu að stæðu þeim ekki til boða,“ sagði Ross sem vísaði til kjósenda í kjördæmi sínu sem hefðu ekki fengið að kveðja ástvini eða heimsækja veika ættingja vegna fyrirmæla stjórnvalda. „Ég get ekki sagt þeim í góðri trú að þau hafi öll haft á röngu að standa en einn háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafi haft á réttu að standa,“ sagði Ross sem var ósáttur við að Johnson hefði ekki látið Cummings taka poka sinn. Douglas Ross (t.v.) með Boris Johnson forsætisráðherra þegar betur áraði í nóvember. Ross sagði af sér í dag til að mótmæla því að Johnson hefði ekki rekið Cummings fyrir að brjóta gegn fyrirmælum um að fólk héldi sig heima í faraldrinum.AP/Stefan Rousseau Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. Samkvæmt tölum Hagstofu Bretlands höfðu 42.173 látist á Englandi og Wales vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. maí. Fjöldinn nær 47.343 þegar talin eru með fyrri tölfræði frá Skotlandi, Norður-Írlandi og sjúkrahúsum á Englandi undanfarið. Reuters-fréttastofan segir að fjöldi dauðsfalla sé engu að síður vanmetinn. Aðalvísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagðist telja að 20.000 dauðsföll í faraldrinum yrði „góð útkoma“ í mars. Verstu spár ríkisstjórnarinnar hljóðuðu upp á um 50.000 dauðsföll í apríl. Ríkisstjórn Johnson liggur undir harðri gagnrýni vegna viðbragðanna við faraldrinum. Hún kom á takmörkunum til að hefta útbreiðslu veirunnar síðar en mörg önnur Evrópuríki. Dominic Cummings, nánasti ráðgjafi Boris Johnson, var afar umdeildur jafnvel áður en upp komst að hann hunsaði fyrirmæli stjórnvalda í faraldrinum. Hann er talinn einn af arkítektum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Dominic Cummings Dominic Cummings, the top aide to Britain's Prime Minister Boris Johnson, arrives at Downing Street the day after he gave a press conference over allegations he breached coronavirus lockdown restrictions in London, Tuesday, May 26, 2020. (AP Photo/Frank Augstein)AP/Frank Augstein Segir af sér vegna óánægju með gjörðir Cummings Undanfarna daga hefur þrýstingurinn á ríkisstjórnina enn aukist eftir að upp komst að Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnson, ferðaðist hundruð kílómetra frá London til að koma barni í pössun hjá foreldrum sínum á sama tíma og stjórnvöld brýndu fyrir almenningi að yfirgefa ekki heimili sín í lok mars. Cummings segist hafa gert það vegna þess að hann og konan hans voru mögulega smituð af veirunni. Skömmu síðar veiktist Johnson forsætisráðherra heiftarlega. Málið hefur vakið upp spurningur um hvort aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en fyrir almenning. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins er á meðal þeirra sem kröfðust afsagnar Cummings um helgina. Johnson og fleiri ráðherrar hafa aftur á móti varið Cummings með kjafti og klóm og haldið því fram að ráðgjafinn hafi aðeins fylgt „föðureðli“ sínu. Cummings þvertók fyrir að hann ætlaði að segja af sér á blaðamannafundi í gær. Taldi hann sig ekki hafa gert neitt rangt. Skýringar hans á ferðalaginu hafa þó verið dregnar í efa í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið tilkynnti Douglas Ross, aðstoðarráðherra ríkisstjórnarinnar í málefnum Skotlands, um afsögn sína. Í yfirlýsingunni sagðist hann samþykkja skýringar Cummings um að hann hafi gert það sem hann taldi fjölskyldu sinni fyrir bestu. „Hins vegar voru þetta ákvarðanir sem margir aðrir töldu að stæðu þeim ekki til boða,“ sagði Ross sem vísaði til kjósenda í kjördæmi sínu sem hefðu ekki fengið að kveðja ástvini eða heimsækja veika ættingja vegna fyrirmæla stjórnvalda. „Ég get ekki sagt þeim í góðri trú að þau hafi öll haft á röngu að standa en einn háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafi haft á réttu að standa,“ sagði Ross sem var ósáttur við að Johnson hefði ekki látið Cummings taka poka sinn. Douglas Ross (t.v.) með Boris Johnson forsætisráðherra þegar betur áraði í nóvember. Ross sagði af sér í dag til að mótmæla því að Johnson hefði ekki rekið Cummings fyrir að brjóta gegn fyrirmælum um að fólk héldi sig heima í faraldrinum.AP/Stefan Rousseau
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59
„Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41