Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 11:11 Mikið mæðir nú á ríkisstjórn Boris Johnson. Fjöldi látinna í faraldrinum nálgast verstu spár stjórnvalda og nánasti ráðgjafi Johnson sætir harðri gagnrýni fyrir að hunsa fyrirmæli stjórnvalda. Vísir/EPA Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. Samkvæmt tölum Hagstofu Bretlands höfðu 42.173 látist á Englandi og Wales vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. maí. Fjöldinn nær 47.343 þegar talin eru með fyrri tölfræði frá Skotlandi, Norður-Írlandi og sjúkrahúsum á Englandi undanfarið. Reuters-fréttastofan segir að fjöldi dauðsfalla sé engu að síður vanmetinn. Aðalvísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagðist telja að 20.000 dauðsföll í faraldrinum yrði „góð útkoma“ í mars. Verstu spár ríkisstjórnarinnar hljóðuðu upp á um 50.000 dauðsföll í apríl. Ríkisstjórn Johnson liggur undir harðri gagnrýni vegna viðbragðanna við faraldrinum. Hún kom á takmörkunum til að hefta útbreiðslu veirunnar síðar en mörg önnur Evrópuríki. Dominic Cummings, nánasti ráðgjafi Boris Johnson, var afar umdeildur jafnvel áður en upp komst að hann hunsaði fyrirmæli stjórnvalda í faraldrinum. Hann er talinn einn af arkítektum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Dominic Cummings Dominic Cummings, the top aide to Britain's Prime Minister Boris Johnson, arrives at Downing Street the day after he gave a press conference over allegations he breached coronavirus lockdown restrictions in London, Tuesday, May 26, 2020. (AP Photo/Frank Augstein)AP/Frank Augstein Segir af sér vegna óánægju með gjörðir Cummings Undanfarna daga hefur þrýstingurinn á ríkisstjórnina enn aukist eftir að upp komst að Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnson, ferðaðist hundruð kílómetra frá London til að koma barni í pössun hjá foreldrum sínum á sama tíma og stjórnvöld brýndu fyrir almenningi að yfirgefa ekki heimili sín í lok mars. Cummings segist hafa gert það vegna þess að hann og konan hans voru mögulega smituð af veirunni. Skömmu síðar veiktist Johnson forsætisráðherra heiftarlega. Málið hefur vakið upp spurningur um hvort aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en fyrir almenning. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins er á meðal þeirra sem kröfðust afsagnar Cummings um helgina. Johnson og fleiri ráðherrar hafa aftur á móti varið Cummings með kjafti og klóm og haldið því fram að ráðgjafinn hafi aðeins fylgt „föðureðli“ sínu. Cummings þvertók fyrir að hann ætlaði að segja af sér á blaðamannafundi í gær. Taldi hann sig ekki hafa gert neitt rangt. Skýringar hans á ferðalaginu hafa þó verið dregnar í efa í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið tilkynnti Douglas Ross, aðstoðarráðherra ríkisstjórnarinnar í málefnum Skotlands, um afsögn sína. Í yfirlýsingunni sagðist hann samþykkja skýringar Cummings um að hann hafi gert það sem hann taldi fjölskyldu sinni fyrir bestu. „Hins vegar voru þetta ákvarðanir sem margir aðrir töldu að stæðu þeim ekki til boða,“ sagði Ross sem vísaði til kjósenda í kjördæmi sínu sem hefðu ekki fengið að kveðja ástvini eða heimsækja veika ættingja vegna fyrirmæla stjórnvalda. „Ég get ekki sagt þeim í góðri trú að þau hafi öll haft á röngu að standa en einn háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafi haft á réttu að standa,“ sagði Ross sem var ósáttur við að Johnson hefði ekki látið Cummings taka poka sinn. Douglas Ross (t.v.) með Boris Johnson forsætisráðherra þegar betur áraði í nóvember. Ross sagði af sér í dag til að mótmæla því að Johnson hefði ekki rekið Cummings fyrir að brjóta gegn fyrirmælum um að fólk héldi sig heima í faraldrinum.AP/Stefan Rousseau Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. Samkvæmt tölum Hagstofu Bretlands höfðu 42.173 látist á Englandi og Wales vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. maí. Fjöldinn nær 47.343 þegar talin eru með fyrri tölfræði frá Skotlandi, Norður-Írlandi og sjúkrahúsum á Englandi undanfarið. Reuters-fréttastofan segir að fjöldi dauðsfalla sé engu að síður vanmetinn. Aðalvísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagðist telja að 20.000 dauðsföll í faraldrinum yrði „góð útkoma“ í mars. Verstu spár ríkisstjórnarinnar hljóðuðu upp á um 50.000 dauðsföll í apríl. Ríkisstjórn Johnson liggur undir harðri gagnrýni vegna viðbragðanna við faraldrinum. Hún kom á takmörkunum til að hefta útbreiðslu veirunnar síðar en mörg önnur Evrópuríki. Dominic Cummings, nánasti ráðgjafi Boris Johnson, var afar umdeildur jafnvel áður en upp komst að hann hunsaði fyrirmæli stjórnvalda í faraldrinum. Hann er talinn einn af arkítektum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Dominic Cummings Dominic Cummings, the top aide to Britain's Prime Minister Boris Johnson, arrives at Downing Street the day after he gave a press conference over allegations he breached coronavirus lockdown restrictions in London, Tuesday, May 26, 2020. (AP Photo/Frank Augstein)AP/Frank Augstein Segir af sér vegna óánægju með gjörðir Cummings Undanfarna daga hefur þrýstingurinn á ríkisstjórnina enn aukist eftir að upp komst að Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnson, ferðaðist hundruð kílómetra frá London til að koma barni í pössun hjá foreldrum sínum á sama tíma og stjórnvöld brýndu fyrir almenningi að yfirgefa ekki heimili sín í lok mars. Cummings segist hafa gert það vegna þess að hann og konan hans voru mögulega smituð af veirunni. Skömmu síðar veiktist Johnson forsætisráðherra heiftarlega. Málið hefur vakið upp spurningur um hvort aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en fyrir almenning. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins er á meðal þeirra sem kröfðust afsagnar Cummings um helgina. Johnson og fleiri ráðherrar hafa aftur á móti varið Cummings með kjafti og klóm og haldið því fram að ráðgjafinn hafi aðeins fylgt „föðureðli“ sínu. Cummings þvertók fyrir að hann ætlaði að segja af sér á blaðamannafundi í gær. Taldi hann sig ekki hafa gert neitt rangt. Skýringar hans á ferðalaginu hafa þó verið dregnar í efa í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið tilkynnti Douglas Ross, aðstoðarráðherra ríkisstjórnarinnar í málefnum Skotlands, um afsögn sína. Í yfirlýsingunni sagðist hann samþykkja skýringar Cummings um að hann hafi gert það sem hann taldi fjölskyldu sinni fyrir bestu. „Hins vegar voru þetta ákvarðanir sem margir aðrir töldu að stæðu þeim ekki til boða,“ sagði Ross sem vísaði til kjósenda í kjördæmi sínu sem hefðu ekki fengið að kveðja ástvini eða heimsækja veika ættingja vegna fyrirmæla stjórnvalda. „Ég get ekki sagt þeim í góðri trú að þau hafi öll haft á röngu að standa en einn háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafi haft á réttu að standa,“ sagði Ross sem var ósáttur við að Johnson hefði ekki látið Cummings taka poka sinn. Douglas Ross (t.v.) með Boris Johnson forsætisráðherra þegar betur áraði í nóvember. Ross sagði af sér í dag til að mótmæla því að Johnson hefði ekki rekið Cummings fyrir að brjóta gegn fyrirmælum um að fólk héldi sig heima í faraldrinum.AP/Stefan Rousseau
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59
„Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41