„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 19:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert ákveðið með hvað gerist eftir 15. júní. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira