Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2020 08:26 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að greiðslur vegna þessa myndu nema 700 milljónum króna, en upphæðin verður hærri þar sem mun fleiri fóru í sóttkví en fyrst var ráð fyrir gert. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga. Þar er óskað eftir tveggja milljarða fjárheimild vegna málsins. Í athugasemdum segir að með sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, ASÍ og SA frá 5. mars síðastliðinn hafi náðst sátt um samfélagslega nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Kom þar fram að markmið sóttvarna væri að hægja á útbreiðslu veirunnar, vernda viðkvæma hópa fyrir smiti og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið og innviði samfélagsins á meðan veiran gengur yfir. „Sóttkví hefur verið lykilráðstöfun í baráttunni við veiruna og markmiðið með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði er að verja einstaklinga gegn tekjutapi og stuðla þannig að því að fólk fari eftir fyrirmælum stjórnvalda um að fara í sóttkví. Hámarksfjárhæð launa í sóttkví er 630 þús.kr. á mánuði miðað við heilan almanaksmánuð. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslur vegna þessa yrðu um 700 m.kr. en nú er ljóst að þær verða hærri þar sem mun fleiri hafa farið í sóttkví en upphaflega var reiknað með, auk þess sem tímabilið hefur verið lengt. Í fyrstu var gert ráð fyrir að greiðslutímabilið næði til 30. apríl 2020 en það hefur verið framlengt til 30. september 2020,“ segir í frumvarpinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að greiðslur vegna þessa myndu nema 700 milljónum króna, en upphæðin verður hærri þar sem mun fleiri fóru í sóttkví en fyrst var ráð fyrir gert. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga. Þar er óskað eftir tveggja milljarða fjárheimild vegna málsins. Í athugasemdum segir að með sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, ASÍ og SA frá 5. mars síðastliðinn hafi náðst sátt um samfélagslega nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Kom þar fram að markmið sóttvarna væri að hægja á útbreiðslu veirunnar, vernda viðkvæma hópa fyrir smiti og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið og innviði samfélagsins á meðan veiran gengur yfir. „Sóttkví hefur verið lykilráðstöfun í baráttunni við veiruna og markmiðið með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði er að verja einstaklinga gegn tekjutapi og stuðla þannig að því að fólk fari eftir fyrirmælum stjórnvalda um að fara í sóttkví. Hámarksfjárhæð launa í sóttkví er 630 þús.kr. á mánuði miðað við heilan almanaksmánuð. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslur vegna þessa yrðu um 700 m.kr. en nú er ljóst að þær verða hærri þar sem mun fleiri hafa farið í sóttkví en upphaflega var reiknað með, auk þess sem tímabilið hefur verið lengt. Í fyrstu var gert ráð fyrir að greiðslutímabilið næði til 30. apríl 2020 en það hefur verið framlengt til 30. september 2020,“ segir í frumvarpinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira