Tvöfalda tölu látinna í faraldrinum í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2020 15:52 Lögreglumenn í Moskvu handtaka blaðamann sem tók þátt í mótmælum gegn fangelsisdómi sem kollegi þeirra hlaut. Rússneskir blaðamenn saka lögregluna um að notfæra sér faraldurinn til þess að láta til skarar skríða gegn aðgerðasinnum. Vísir/EPA Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum. Nú er 1.561 talinn látinn í faraldri nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Áður höfðu þau talið 639 hafa látist. Yfirvöld segja að í nýju tölunum séu einnig talin með „umdeilanlegustu“ tilfellin. Tölurnar í Moskvu voru uppfærðar eftir að krufning staðfesti að fólk sem hafði greinst neikvætt í sýnatöku hefði í reynd verið smitað af veirunni. Á áttunda hundrað manns sem létust af öðrum orsökum greindust með kórónuveiruna. Veiran er talin hafa átt þátt í dauða þeirra. Smit í Rússlandi eru nú þau þriðju flestu í heiminum, 387.632 samkvæmt opinberum tölum. Tilkynnt var um 232 ný dauðsföll í dag, þau flestu á einum sólarhring til þessa. Alls hafa nú 4.374 látist í faraldrinum, að sögn yfirvalda. Margir telja að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna sé mun meiri þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að umfangsmikil skimun hafi dregið úr dauðsföllum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýja aðferðafræðin við að telja þá látnu í Moskvu muni að líkindum hækka tölur látinna um allt Rússland. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu segja nú að meira en tvöfalt fleiri hafi látið lífið úr Covid-19 en þau hafa haldið fram til þessa. Fréttamenn sem hafa sagt opinberar tölur vanmeta mannskaðann hafa verið sakaðir um að dreifa falsfréttum. Nú er 1.561 talinn látinn í faraldri nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda í Moskvu. Áður höfðu þau talið 639 hafa látist. Yfirvöld segja að í nýju tölunum séu einnig talin með „umdeilanlegustu“ tilfellin. Tölurnar í Moskvu voru uppfærðar eftir að krufning staðfesti að fólk sem hafði greinst neikvætt í sýnatöku hefði í reynd verið smitað af veirunni. Á áttunda hundrað manns sem létust af öðrum orsökum greindust með kórónuveiruna. Veiran er talin hafa átt þátt í dauða þeirra. Smit í Rússlandi eru nú þau þriðju flestu í heiminum, 387.632 samkvæmt opinberum tölum. Tilkynnt var um 232 ný dauðsföll í dag, þau flestu á einum sólarhring til þessa. Alls hafa nú 4.374 látist í faraldrinum, að sögn yfirvalda. Margir telja að raunverulegur fjöldi smitaðra og látinna sé mun meiri þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um að umfangsmikil skimun hafi dregið úr dauðsföllum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að nýja aðferðafræðin við að telja þá látnu í Moskvu muni að líkindum hækka tölur látinna um allt Rússland.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16