Verður Ighalo áfram í Manchester borg? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 15:00 Ighalo fagnar marki gegn LASK í Evrópudeildinni skömmu áður en allur fótbolti var settur á ís. vísir/getty Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er við það að framlengja lánsamning Odion Ighalo sem er á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua. Núverandi lánsamningur félaganna rennur út á sunnudaginn eftir viku. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, vill halda nígeríska framherjanum í herbúðum sínum þangað til í janúar á næsta ári. Það þýðir að Ighalo myndi missa af meirihluta kínversku úrvalsdeildarinnar sem á að hefjast í júní. Upphaflega vildi Shenhua aðeins lána Ighalo með þvi skilyrði að Man Utd myndi kaupa hann ef leikmaðurinn næði ákveðnum leikjafjölda. Nú er komið annað hljóð í strokkinn en óljóst er hvort Ighaldo geti farið aftur til Kína á næstunni vegna kórónufaraldursins. Hann myndi því hvort eð er missa af fjölda leikja liðsins og því gæti verið vænlegast að framlengja lánsdvöl hans í Manchester. Sky Sports greinir frá. Þá er talið að kínverska félagið hafi boðið Ighalo nýjan samning á dögunum. Núverandi samningur hans við félagið rennur út í desember 2022 en sá nýi gildir til desember 2024 og myndi gefa Ighalo 400 þúsund pund á viku eða litlar 67 milljónir króna. The man to fire Manchester United back into the Champions League? — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Ighalo lék átta leiki fyrir Manchester United eftir að hafa komið á láni í janúar á þessu ári. Skoraði hann fjögur mörk fyrir félagið en framherjanum stóra og stæðilega tókst ekki að skora í úrvalsdeildinni. Hann virðist nú fá frekari tækifæri til þess en hann er hugsaður sem varaskeifa fyrir þá Anthony Martial og Marcus Rashford. Þá gefur hann Solskjær aðra valmöguleika í framlínunni en þessi þrítugi framherji er töluvert líkamlega sterkari en aðrir framherjar United liðsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er við það að framlengja lánsamning Odion Ighalo sem er á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua. Núverandi lánsamningur félaganna rennur út á sunnudaginn eftir viku. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man United, vill halda nígeríska framherjanum í herbúðum sínum þangað til í janúar á næsta ári. Það þýðir að Ighalo myndi missa af meirihluta kínversku úrvalsdeildarinnar sem á að hefjast í júní. Upphaflega vildi Shenhua aðeins lána Ighalo með þvi skilyrði að Man Utd myndi kaupa hann ef leikmaðurinn næði ákveðnum leikjafjölda. Nú er komið annað hljóð í strokkinn en óljóst er hvort Ighaldo geti farið aftur til Kína á næstunni vegna kórónufaraldursins. Hann myndi því hvort eð er missa af fjölda leikja liðsins og því gæti verið vænlegast að framlengja lánsdvöl hans í Manchester. Sky Sports greinir frá. Þá er talið að kínverska félagið hafi boðið Ighalo nýjan samning á dögunum. Núverandi samningur hans við félagið rennur út í desember 2022 en sá nýi gildir til desember 2024 og myndi gefa Ighalo 400 þúsund pund á viku eða litlar 67 milljónir króna. The man to fire Manchester United back into the Champions League? — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Ighalo lék átta leiki fyrir Manchester United eftir að hafa komið á láni í janúar á þessu ári. Skoraði hann fjögur mörk fyrir félagið en framherjanum stóra og stæðilega tókst ekki að skora í úrvalsdeildinni. Hann virðist nú fá frekari tækifæri til þess en hann er hugsaður sem varaskeifa fyrir þá Anthony Martial og Marcus Rashford. Þá gefur hann Solskjær aðra valmöguleika í framlínunni en þessi þrítugi framherji er töluvert líkamlega sterkari en aðrir framherjar United liðsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira