Viðurkennir að Svíar hefðu átt að gera betur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:47 Tegnell segir að fjöldi látinna hafi vakið til umhugsunar hvort að Svíar hefðu brugðist rétt við faraldrinum. AP/Pontus Lundahl/TT Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hefðu átt að taka kórónuveirufaraldurinn fastari tökum en þau gerðu eftir á að hyggja. Þetta viðurkennir Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Að ráðleggingum hans gengu Svíar mun skemur í aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og er dánartíðnin í Svíþjóð með þeirri hæstu í heiminum. Tæplega 4.500 manns hafa látið lífið í faraldrinum í Svíþjóð, margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndunum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum hafa fyrir vikið orðið æ háværari að undanförnu. Ólíkt flestum öðrum ríkjum hafa sænsk stjórnvöld aðeins gefið út tilmæli um að fólk gæti sjálft að félagsforðun og hugi að hreinlæti frekar en að takmarka ferðir eða ferðalög. Aðeins samkomur fimmtíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar. Þannig hafa skólar, barir og veitingahús verið opin í Svíþjóð á meðan slík starfsemi hefur legið niðri í öllum nágrannaríkjunum. Lítil skimun fyrir veirunni hefur farið fram. Dvalarheimilum var ekki lokað fyrir gestum fyrr en seint í mars og er um helmingur þeirra látnu í Svíþjóð aldraðir íbúar slíkra heimila, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í viðtali við sænska ríkisútvarpið í dag sagði Tegnell að Svíþjóð hefði „klárlega“ getað gert betur í faraldrinum. „Ef við kæmumst í kast við sama sjúkdóm, vitandi nákvæmlega það sem við vitum um hann í dag, held ég að við myndum enda á því að gera eitthvað á milli þess sem Svíþjóð gerði og það sem önnur lönd hafa gert,“ sagði Tegnell í dag. Íbúar Malmö njóta lífsins á vorkvöldi í maí. Yfirvöld komu á litlum takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og fyrir vikið hafa margfalt fleiri látist í Svíþjóð en í Danmörku, Noregi eða Finnlandi.AP/Johan Nilsson/TT Stefan Loven, forsætisráðherra, tilkynnti fyrr í vikunni að ríkisstjórnin ætlaði að hrinda af stað rannsókn á viðbrögðum við faraldrinum. Tegnell sagði jafnframt í dag að sér væri ekki ljóst til hvaða aðgerða Svíar hefðu átt að grípa aukalega sem önnur ríki beittu. „Kannski komumst við að því þegar fólk byrjar að afnema takmarkanir, eina í eina. Þá fáum við kannski einhvers konar upplýsingar um hvað við gætum gert án þess að skipa fyrir um algert útgöngubann, í viðbót við það sem við gerðum,“ sagði sóttvarnalæknirinn. Þrátt fyrir að hafa gengið mun skemur en flest önnur ríki í að bregðast við faraldrinum hefur Svíþjóð ekki sloppið við efnahagsleg skakkaföll. AP- fréttastofan segir að um 76.000 manns hafi misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst og búist sé við að atvinnuleysið verði enn meira en þau 7,9% sem það mælist nú.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira