Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 07:30 Þessar fjórar ofurstjörnur NBA-deildarinnar (Paul George, Anthony Davis, Kawhi Leonard og LeBron James) eru allar á leiðinni í Disney World saman. Brian Rothmuller/Getty Images Í gærkvöld samþykktu forráðamenn allra liða í NBA-deildinni í körfubolta, nema eitt, breytt fyrirkomulag deildarinnar. Munu 22 lið mæta til leiks í Disney World í Orlando til að skera úr um hvaða 16 lið komast í úrslitakeppnina. Af þeim 30 liðum sem kusu þá voru það aðeins Portland Trail Blazers á móti tillögunni. Adrian Wojnarowski, líklega best tengdi blaðamaður heims þegar kemur að NBA deildinni, greindi frá. Sources -- NBA approves 22-team format to finish season by 29-1 vote https://t.co/Byzc8bRNMI— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 4, 2020 „Samþykki stjórnarinnar er mikilvægt skref í átt þess að geta haldið áfram með tímabilið. Þó miklar hindranir séu til staðar vegna COVID-19 þá erum við bjartsýn á að klára tímabilið á öruggan og ábyrgan hátt í samráði við heilbrigðisyfirvöld,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar eftir að ljóst var að forráðamenn liðanna höfðu samþykkt tillöguna. Verða liðin skimuð daglega fyrir kórónuveirunni og þó svo að liðin fái að fara í golf eða út að borða munu þau þurfa að virða fjöldatakmarkanir og virða tveggja metra regluna frægu. Ef leikmaður greinist með veiruna mun hann fara í sóttkví og svo lengi sem enginn annar í liðinu sé smitaður mun liðið halda áfram að spila samkvæmt áætlun. Samkvæmt nýju áætlun deildarinnar munu þrettán lið úr Vesturdeildinni og níu úr Austurdeildinni leika átta leiki hvert til að ákvarða hvar liðin enda í hvorri deild fyrir sig. Öll sextán liðin sem eru nú þegar í sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni – átta í hvorri deild – mæta til leiks í Disney World ásamt þeim sex liðum sem eru innan við sex sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Það eru New Orleans Pelicans, Portland Trail Blazers, San Antonio Spurs, Sacramento Kings, Phoenix Suns og Washington Wizards. Fari það svo að liðið sem endar í 9. sæti í sinni deild sé aðeins fjórum sigurleikjum frá 8. sætinu og þar með sæti í úrslitakeppni þá mætast þau innbyrðis til að skera úr um hvort fer í úrslitakeppnina. Liðið í 9. sæti þyrfti að vinna tvo leiki af tveimur á meðan liðinu í 8. sæti dugir einn sigur. What the NBA will look like when it resumes on July 31 pic.twitter.com/wmBltZulMB— Bleacher Report (@BleacherReport) June 4, 2020 Samkvæmt heimildum ESPN munu liðini byrja að æfa í Orlando þann 9. júlí næstkomandi. Þá munu allir leikir sem og æfingar fara fram í Disney World. Þann 12. október er svo áætlað að deildinni verði lokið. Alls verður spilað á þremur völlum en fjórir klukkutímar verða á milli leikja. Reiknað með því að hvert lið þurfi að spila allavega einu sinni bak í bak, það er tvo leiki á tveimur dögum, á meðan deildarkeppnin er kláruð. Þá verður úrslitaviðureign deildarinnar leikin annan hvern dag en lið þurfa enn að vinna fjóra leiki til að tryggja sér sigur. Einnig eru komnar dagsetningar á þá ýmsu viðburði sem fylgja NBA ár hvert. Nýliðalottó deildarinnar fer fram 25. ágúst og nýliðavalið sjálft þann 15. október. Samningslausir leikmenn mega semja við ný lið 18. október og að lokum er stefnt að því að hefja næsta tímabil þann 1. desember. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30 Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Í gærkvöld samþykktu forráðamenn allra liða í NBA-deildinni í körfubolta, nema eitt, breytt fyrirkomulag deildarinnar. Munu 22 lið mæta til leiks í Disney World í Orlando til að skera úr um hvaða 16 lið komast í úrslitakeppnina. Af þeim 30 liðum sem kusu þá voru það aðeins Portland Trail Blazers á móti tillögunni. Adrian Wojnarowski, líklega best tengdi blaðamaður heims þegar kemur að NBA deildinni, greindi frá. Sources -- NBA approves 22-team format to finish season by 29-1 vote https://t.co/Byzc8bRNMI— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 4, 2020 „Samþykki stjórnarinnar er mikilvægt skref í átt þess að geta haldið áfram með tímabilið. Þó miklar hindranir séu til staðar vegna COVID-19 þá erum við bjartsýn á að klára tímabilið á öruggan og ábyrgan hátt í samráði við heilbrigðisyfirvöld,“ sagði Adam Silver, framkvæmdastjóri deildarinnar eftir að ljóst var að forráðamenn liðanna höfðu samþykkt tillöguna. Verða liðin skimuð daglega fyrir kórónuveirunni og þó svo að liðin fái að fara í golf eða út að borða munu þau þurfa að virða fjöldatakmarkanir og virða tveggja metra regluna frægu. Ef leikmaður greinist með veiruna mun hann fara í sóttkví og svo lengi sem enginn annar í liðinu sé smitaður mun liðið halda áfram að spila samkvæmt áætlun. Samkvæmt nýju áætlun deildarinnar munu þrettán lið úr Vesturdeildinni og níu úr Austurdeildinni leika átta leiki hvert til að ákvarða hvar liðin enda í hvorri deild fyrir sig. Öll sextán liðin sem eru nú þegar í sæti sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni – átta í hvorri deild – mæta til leiks í Disney World ásamt þeim sex liðum sem eru innan við sex sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Það eru New Orleans Pelicans, Portland Trail Blazers, San Antonio Spurs, Sacramento Kings, Phoenix Suns og Washington Wizards. Fari það svo að liðið sem endar í 9. sæti í sinni deild sé aðeins fjórum sigurleikjum frá 8. sætinu og þar með sæti í úrslitakeppni þá mætast þau innbyrðis til að skera úr um hvort fer í úrslitakeppnina. Liðið í 9. sæti þyrfti að vinna tvo leiki af tveimur á meðan liðinu í 8. sæti dugir einn sigur. What the NBA will look like when it resumes on July 31 pic.twitter.com/wmBltZulMB— Bleacher Report (@BleacherReport) June 4, 2020 Samkvæmt heimildum ESPN munu liðini byrja að æfa í Orlando þann 9. júlí næstkomandi. Þá munu allir leikir sem og æfingar fara fram í Disney World. Þann 12. október er svo áætlað að deildinni verði lokið. Alls verður spilað á þremur völlum en fjórir klukkutímar verða á milli leikja. Reiknað með því að hvert lið þurfi að spila allavega einu sinni bak í bak, það er tvo leiki á tveimur dögum, á meðan deildarkeppnin er kláruð. Þá verður úrslitaviðureign deildarinnar leikin annan hvern dag en lið þurfa enn að vinna fjóra leiki til að tryggja sér sigur. Einnig eru komnar dagsetningar á þá ýmsu viðburði sem fylgja NBA ár hvert. Nýliðalottó deildarinnar fer fram 25. ágúst og nýliðavalið sjálft þann 15. október. Samningslausir leikmenn mega semja við ný lið 18. október og að lokum er stefnt að því að hefja næsta tímabil þann 1. desember.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30 Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Steph Curry og Klay Thompson mótmæltu báðir á götum Oakland Leikmenn úr NBA deildinni hafa tekið virkan þátt í mótmælunum í Bandaríkjunum. 4. júní 2020 15:30
Íslenska Domino´s deildin hefst á sama tíma og NBA-deildin mun klárast Allt lítur út fyrir að lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta fari fram í lok september og byrjun október. Leikur sjö í lokaúrslitum NBA hefur verið settur á 12. október. 3. júní 2020 17:30