Dánartalan í Brasilíu af völdum Covid-19 heldur áfram að hækka og nú er svo komið að landið er í þriðja sæti yfir fjölda dauðfalla af völdum sjúkdómsins. Aðeins hafa fleiri látið lífið í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. Guardian segir frá þessu.
Alls hafa rúmlega 34 þúsund manns látið lífið í Brasilíu í kórónuveirufaraldrinum og hefur landið nú tekið fram úr Ítalíu á lista yfir fjölda dauðsfalla eftir löndum.
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slæleg vinnubrögð í málinu en hann hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins.
Alls hafa rúmlega 600 þúsund kórónuveirusmit greinst í Brasilíu.