Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 09:43 Starfsmenn kirkjugarðs í Ríó de Janeiro í hlífðarbúningi grafa kistu manns sem lést úr kórónuveirunni. Fjöldi látinna í faraldrinum er talinn í tugum þúsunda í Brasilíu. AP/Leo Correa Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. Síðustu tölur sem lágu fyrir bentu til þess að 34.000 hefðu látist í faraldrinum og að dauðsföll í landinu væru þau þriðju flestu í heiminum. Næstflest smit hafa jafnframt greinst í Brasilíu, rúmlega 640.000 staðfest tilfelli. Sérfræðingar hafa þó lengi deilt á opinberar tölur sem þeir telja ónákvæmar. Í sumum tilfellum telja þeir að átt hafi verið við tölurnar. Ómögulegt sé því að fá raunsanna mynd af alvarleika faraldursins í Brasilíu. Líklegt er að mun fleiri hafi smitast en opinberar tölur segja til um vegna þess hversu lítil skimun hefur átt sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði á föstudag vefsíðu þar sem haldið var utan um heildarfjölda yfir smit og dauðsföll í öllum ríkjum Brasilíu eftir dögum, vikum og mánuðum. Þegar síðan fór aftur í loftið í gær var aðeins hægt að finna sólarhringstölur á síðunni, ekki uppsafnaðan fjölda frá upphafi faraldursins, að sögn AP-fréttastofunnar. Jair Bolsonaro, forseti, tísti í gær að heildartölurnar gæfu ekki „rétta mynd“ af ástandinu í landinu. Bandamenn forsetans halda því fram að tölurnar sem ríkin hafa gefið upp hafi í einhverjum tilfellum verið ýktar og að alríkisstjórnin ætlaði að endurskoða þær. Heilbrigðisráðherrar ríkjanna segjast ætla að berjast gegn breytingum alríkisstjórnarinnar á bókhaldinu. Bolsonaro hefur grafið undan aðgerðum til að berjast gegn faraldrinum og gert lítið úr alvarleika hans. Þá hótaði forsetinn í síðustu viku að feta í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta og segja upp aðild Brasilíu að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20. maí 2020 11:16