Vara við smithættu eftir fjölmenn samstöðmótmæli á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 10:19 Þúsundir komu saman undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“ í miðborg London og fleiri breskum borgum í gær. Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali. Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Bretlands segir að fjölmenn mótmæli gegn kynþáttahyggju í gær hafi „vafalaust“ aukið hættu á kórónuveirusmitum. Tugir þúsunda manna tóku þátt í samstöðumótmælum eftir dráp lögreglu í Bandaríkjunum á blökkumanni. Til einhverra átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í London. Mótmæli fóru fram í nokkrum borgum Bretlands í gær, þar á meðal í London, Manchester, Cardiff, Leicester og Sheffield. Til þeirra var boðað í samstöðu með mótmælaöldu sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarna daga eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Þau hafa beinst að lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mótmælin hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Flestir mótmælendanna voru með grímur og margir með hanska til þess að gæta að smitvörnum vegna kórónuveirunnar. Kyrjuðu þeir slagorð eins og „svört líf skipta máli“ og „ekkert réttlæti, enginn friður“. Undir kvöld kom hins vegar til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við stjórnarráðið í Downing-stræti. Fréttaritari BBC segir að þegar mótmælin voru að mestu um garð gengin hafi smáhlutum og flugeldum verið kastað að lögreglumönnum. Lögreglukona slasaðist þegar hestur hennar tók á rás og hún af baki þegar hún rak höfuðið í umferðarskilti. Hún er ekki sögð lífshættulega slösuð. Ung svört kona í London með grímu sem á er letrað „Ég næ ekki andanum“. Það voru ein hinstu orð George Floyd áður en hann lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Dauði hans hefur orðið tilefni að miklum mótmælum vestanhafs og víðar um heim.Vísir/EPA Cressida Dick, lögreglustjóri í London, segi að fjórtán lögreglumenn hafi særst í átökum í tengslum við mótmælin í miðborg London. Sadiq Khan, borgarstjóri, lýsti samstöðu sinni með mótmælendum en harmaði að minnihluti þeirra hafi beitt lögreglumenn ofbeldi. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, varaði við því að mótmælunum fylgdi aukin smithætta, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég styð eindregið rök sem þeir sem mótmæla setja fram en veiran sjálf fer ekki í manngreiningarálit og samkomur stórra hópa eru tímabundið bannaðar einmitt vegna þess að þær auka hættuna á útbreiðslu þessarar veiru,“ sagði Hancock í sjónvarpsviðtali.
Dauði George Floyd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira