Einmanalegt að standa vaktina í samkomubanni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 22:00 Ómar Freyr Söndruson segir að það hafi verið einmanalegt og raunar hundleiðinlegt að standa vaktina í samkomubanni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira