Einmanalegt að standa vaktina í samkomubanni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 22:00 Ómar Freyr Söndruson segir að það hafi verið einmanalegt og raunar hundleiðinlegt að standa vaktina í samkomubanni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Sjá meira
Starfsmaður í ferðaþjónustu segir að það hafi verið einmanalegt að standa vaktina á meðan á samkomubanninu stóð. Íslendingar á ferðalagi segja yndislegt að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. Vanalega eru þrír til fjórir á hverri vakt í versluninni Baulu en þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst stóð einn starfsmaður vaktina í einu. „Það var hundleiðinlegt. Maður var einn í átta tíma og hafði engan til að tala við. Það var enginn að koma þannig að maður þurfti bara að dunda sér og finna eitthvað að gera,“ sagði Ómar Freyr Söndruson, starfsmaður Baulu. Nú sé lífið komið í eðlilegra horf og segist hann sjá marga Íslendinga á ferðalagi. „Rosa, það er brjálað að gera um helgar. Núna á virkum dögum er fullt af fólki á ferðinni,“ sagði Ómar. Blómasetrið í Borgarnesi er fjölskyldufyrirtæki. Þau þurftu að skella í lás 24 mars og opnuðu aftur 16 maí. „Gistingin hrundi alveg hjá okkur og náttúrulega engin innkoma á þessum tíma,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hjá Blómasetrinu. Hún segir erlenda ferðamenn byrjaða að bóka gistingu á ný. „Já fólk er bjartsýnt, ég held ég hafi fengið bókun í gær fyrir lok júní,“ sagði Katrín Huld Bjarnadóttir, hjá Blómasetrinu. Þær Sigrún og Vilborg voru á ferðalagi um landið í vikunni. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa rakst á þrjár konur sem voru á ferðalagi um landið. Þær segja einstakt að skoða landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum. „Við fórum upp í Hraunfossa og Barnafoss. Við vorum aleinar og áttum bara svæðið. Ég var þarna í fyrra og þá voru um tíu rútur. Þannig að þetta var yndislegt,“ sagði Sigrún Knútsdóttir. Hvernig finnst þér að ferðast um landið þegar ekki er allt krökkt af ferðamönnum? „Ég held að þetta sé eini sénsinn að gera þetta núna,“ sagði vilborg Guðmundsdóttir. Þær ætla að nýta tímann og ferðast á meðan hér eru fáir ferðamenn. „Absalút að styðja við fólkið sem er að berjast í því að halda úti þjónustu við okkur,“ sagði Vilborg. „Hótelin eru að bjóða okkur svo mikinn afstlátt í sumar þannig að það er allt öðruvísi að ferðast núna heldur en oft áður,“ sagði Sigrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Borgarbyggð Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Fleiri fréttir Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Sjá meira