Þúsundir minnast George Floyd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:50 Fólk stendur í röðum til að votta George Floyd virðingu sína í Houston. Mario Tama/Getty Images Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. Lík Floyd er nú í Houston en hann varði æskuárunum í þessari fjölmennustu borg Texasríkis. Almenningi hefur verið boðið að votta honum virðingu sína á milli klukkan fimm og ellefu í kvöld og sögðust borgaryfirvöld búast við um tíu þúsund gestum. Dauði Floyd hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og reyndar víðs vegar um heiminn. Fjölmargir hafa safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og krafið stjórnvöld um aðgerðir. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis, þar sem Floyd lést, hét því í gærkvöldi að lögreglan í borginni yrði lögð niður. Embættið hefur ítrekað verið sakað um kynþáttamismunun og ofbeldisverk á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig löggæslu verður háttað í framtíðinni en til stendur að leita tillagna hjá almenningi. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings brugðust við stöðunni í dag og kynntu nýtt frumvarp um breytingar á starfsemi lögreglunnar í landinu. Frumvarpið gengur meðal annars út á að auðvelda það að sækja lögregluþjóna til saka. Þá yrðu hálstök einnig bönnuð. Derek Chauvin, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt Floyd, mætti fyrir dóm í dag rétt eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann er sakaður um morð af annarri gráðu og á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7. júní 2020 23:39 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. Lík Floyd er nú í Houston en hann varði æskuárunum í þessari fjölmennustu borg Texasríkis. Almenningi hefur verið boðið að votta honum virðingu sína á milli klukkan fimm og ellefu í kvöld og sögðust borgaryfirvöld búast við um tíu þúsund gestum. Dauði Floyd hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum og reyndar víðs vegar um heiminn. Fjölmargir hafa safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og krafið stjórnvöld um aðgerðir. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis, þar sem Floyd lést, hét því í gærkvöldi að lögreglan í borginni yrði lögð niður. Embættið hefur ítrekað verið sakað um kynþáttamismunun og ofbeldisverk á undanförnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig löggæslu verður háttað í framtíðinni en til stendur að leita tillagna hjá almenningi. Fulltrúar Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings brugðust við stöðunni í dag og kynntu nýtt frumvarp um breytingar á starfsemi lögreglunnar í landinu. Frumvarpið gengur meðal annars út á að auðvelda það að sækja lögregluþjóna til saka. Þá yrðu hálstök einnig bönnuð. Derek Chauvin, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt Floyd, mætti fyrir dóm í dag rétt eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Hann er sakaður um morð af annarri gráðu og á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsisdóm.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09 Borgarfulltrúar í Minneapolis vilja leggja lögregluna niður 7. júní 2020 23:39 Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Framboð Trump í miklum vandræðum Líkur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á að ná endurkjöri virðast hafa versnað til muna undanfarnar vikur. 8. júní 2020 16:09
Vilja auka eftirlit og breyta verkferlum lögreglu Demókratar á bæði fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem þeir eru í meirihluta, og öldungadeildinni ætla að leggja fram frumvarp sem snýr að umfangsmiklum breytingum á eftirliti með störfum lögreglu og verkferlum. 8. júní 2020 09:15