Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 18:29 Bolsonaro sakaði fjölmiðla um að reyna að skapa glundroða í kringum kórónuveiruna í dag. Hæstaréttardómari gerði hann afturreka með að hætta að birta heildartölfræði um faraldurinn. Vísir/EPA Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði skyndilega heildartölurnar af opinberri vefsíðu um helgina. Bolsonaro hélt því fram að tölurnar gæfu ekki rétta mynd af umfangi faraldursins og stuðningsmenn hans að tölurnar væru ýktar. Sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að opinberar tölur hafi líklega vanmetið raunverulegan fjölda smitaðra og látinna vegna þess hversu lítil skimun hefur farið fram. Ákvörðunin um að hætta að birta tölfræðina vakti þegar harða gagnrýni og líktu sumir henni við þöggun í alræðisríkjum eins og Norður-Kóreu og Venesúela. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hamast gegn aðgerðum til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar. Tveir stjórnarandstöðuflokkar kærður ákvörðunina og í gærkvöldi gaf hæstaréttardómari ríkisstjórninni tveggja sólarhringa frest til þess að byrja að birta tölfræðina í heild aftur, að sögn The Guardian. Brasilískir fjölmiðlar tóku höndum saman um að halda utan um tölfræðina eftir að heildartölurnar hættu að birta á laugardag. Þeir áætla að rúmlega 37.000 manns hafi látist í landinu í faraldrinum og tæplega 711.000 smitast. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43 Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Heilbrigðisráðuneytið fjarlægði skyndilega heildartölurnar af opinberri vefsíðu um helgina. Bolsonaro hélt því fram að tölurnar gæfu ekki rétta mynd af umfangi faraldursins og stuðningsmenn hans að tölurnar væru ýktar. Sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að opinberar tölur hafi líklega vanmetið raunverulegan fjölda smitaðra og látinna vegna þess hversu lítil skimun hefur farið fram. Ákvörðunin um að hætta að birta tölfræðina vakti þegar harða gagnrýni og líktu sumir henni við þöggun í alræðisríkjum eins og Norður-Kóreu og Venesúela. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hamast gegn aðgerðum til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar. Tveir stjórnarandstöðuflokkar kærður ákvörðunina og í gærkvöldi gaf hæstaréttardómari ríkisstjórninni tveggja sólarhringa frest til þess að byrja að birta tölfræðina í heild aftur, að sögn The Guardian. Brasilískir fjölmiðlar tóku höndum saman um að halda utan um tölfræðina eftir að heildartölurnar hættu að birta á laugardag. Þeir áætla að rúmlega 37.000 manns hafi látist í landinu í faraldrinum og tæplega 711.000 smitast.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43 Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu Brasilísk stjórnvöld eru nú sökuð um að reyna að fela raunverulegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins eftir að þau ákváðu að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Opinber vefsíða með upplýsingunum var tekin niður á föstudag. 7. júní 2020 09:43
Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðsfalla Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. 5. júní 2020 08:00