Við krefjumst öryggi barna okkar gagnvart kynferðisafbrotamönnum Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Sigurður Hólm Gunnarsson skrifa 10. júní 2020 11:00 Í um árabil hefur maður búsettur í hverfinu okkar áreitt börn kynferðislega, ítrekað, reglulega, jafnvel daglega. Hann er orðinn þekktur sem „hverfisperrinn“. Hver man ekki eftir einum slíkum frá því í barnæsku? Meinalaus grey sem maður átti að forðast. En nú er öldin önnur, nú vitum við betur og það sem meira er þá höfum við sem samfélag ákveðið að vernda börn fyrir ofbeldi því við vitum hversu alvarleg afleiðingar ofbeldi hefur á börn. Samt sem áður fær „hverfisperrinn“ að halda gjörðum sínum áfram nánast óáreittur. Hann áreitir börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag, viku eftir viku, áratugum saman. Hangir í glugganum og fróar sé yfir börnunum sem leika sér á leikvellinum fyrir framan stofugluggann hans. Hann hefur verið kærður margsinnis, einu sinni dæmdur og allir vita af honum en ekkert er gert. Barnið okkar varð fyrir broti hans og það er einu barni of mikið. Það barn þurfti að fara í Barnahús og gefa skýrslu um athæfið. Það barn varð af saklausum raunveruleika sínum. Það barn varð sært, hrætt, kvíðið, óttaslegið og þurfti að fást við afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisbroti. Það barn er orðið að þolanda í lögreglurannsókn. Úrræðaleysi sem bregðast þarf við strax! Hér viljum við benda á það úrræðaleysi sem virðist vera í okkar samfélagi til að vernda börn gegn níðingum sem sannarlega hafa gerst ítrekað sekir um að áreita börn, jafnvel árum saman. Ekki virðast vera til lög sem banna kynferðisafbrotamönnum að búa í barnmörgu hverfi, hvað þá fyrir framan leikvöll. Réttindi einstaklings sem sannarlega hefur brotið á mörgum börnum trompa rétt barna til að vera örugg í sínu umhverfi. Hér þarf löggjafinn að bregðast við og það tafarlaust. Við sem foreldrar getum ekki sætt okkur við að barnaníðingur hafi tækifæri á því að brjóta ítrekað á börnunum að leik og fengið að búa áfram í miðju íbúðarhverfi. Maður sem vill eða getur ekki hætt að níðast á börnum þarf einfaldlega að færa eitthvert annað. Í verndað umhverfi þar sem hann getur fengið aðstoð og þá geta börnin okkar aftur verið örugg úti á róló án þess að eiga í hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við krefjumst þess að löggjafinn, barnavernd og sveitarfélagið bregðist við þessum aðstæðum án tafar. Við krefjumst öryggi fyrir börnin okkar. Eitt barn í viðbót er einu barni of mikið. Höfundar eru foreldrar í Rimahverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Tengdar fréttir Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. 8. júní 2020 19:46 Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í um árabil hefur maður búsettur í hverfinu okkar áreitt börn kynferðislega, ítrekað, reglulega, jafnvel daglega. Hann er orðinn þekktur sem „hverfisperrinn“. Hver man ekki eftir einum slíkum frá því í barnæsku? Meinalaus grey sem maður átti að forðast. En nú er öldin önnur, nú vitum við betur og það sem meira er þá höfum við sem samfélag ákveðið að vernda börn fyrir ofbeldi því við vitum hversu alvarleg afleiðingar ofbeldi hefur á börn. Samt sem áður fær „hverfisperrinn“ að halda gjörðum sínum áfram nánast óáreittur. Hann áreitir börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag, viku eftir viku, áratugum saman. Hangir í glugganum og fróar sé yfir börnunum sem leika sér á leikvellinum fyrir framan stofugluggann hans. Hann hefur verið kærður margsinnis, einu sinni dæmdur og allir vita af honum en ekkert er gert. Barnið okkar varð fyrir broti hans og það er einu barni of mikið. Það barn þurfti að fara í Barnahús og gefa skýrslu um athæfið. Það barn varð af saklausum raunveruleika sínum. Það barn varð sært, hrætt, kvíðið, óttaslegið og þurfti að fást við afleiðingar þess að verða fyrir kynferðisbroti. Það barn er orðið að þolanda í lögreglurannsókn. Úrræðaleysi sem bregðast þarf við strax! Hér viljum við benda á það úrræðaleysi sem virðist vera í okkar samfélagi til að vernda börn gegn níðingum sem sannarlega hafa gerst ítrekað sekir um að áreita börn, jafnvel árum saman. Ekki virðast vera til lög sem banna kynferðisafbrotamönnum að búa í barnmörgu hverfi, hvað þá fyrir framan leikvöll. Réttindi einstaklings sem sannarlega hefur brotið á mörgum börnum trompa rétt barna til að vera örugg í sínu umhverfi. Hér þarf löggjafinn að bregðast við og það tafarlaust. Við sem foreldrar getum ekki sætt okkur við að barnaníðingur hafi tækifæri á því að brjóta ítrekað á börnunum að leik og fengið að búa áfram í miðju íbúðarhverfi. Maður sem vill eða getur ekki hætt að níðast á börnum þarf einfaldlega að færa eitthvert annað. Í verndað umhverfi þar sem hann getur fengið aðstoð og þá geta börnin okkar aftur verið örugg úti á róló án þess að eiga í hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við krefjumst þess að löggjafinn, barnavernd og sveitarfélagið bregðist við þessum aðstæðum án tafar. Við krefjumst öryggi fyrir börnin okkar. Eitt barn í viðbót er einu barni of mikið. Höfundar eru foreldrar í Rimahverfi.
Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. 8. júní 2020 19:46
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun