Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar 1. janúar 2025 15:00 Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun