Hrun á Wall Steet eftir svartar kórónuveirutölur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2020 22:45 Kórónuveiran heldur áfram að hafa mikil áhrif á efnahag heimsins. Svartsýnari tölur um þróun faraldursins í Bandaríkjunum virðast hafa skekið fjárfesta á Wall Street. AP/Mark Lennihan Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33