Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 18. júní 2020 19:27 Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. Sakborningar kvarta yfir því að verjendur séu ekki „vakandi“ yfir skýrslutökum og jafnvel húsleitum, illa gangi að ná í þá og að þeir séu illa undirbúnir í málflutningi svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að verða við ósk sakbornings um tilnefningu verjanda ef hann hefur verið handtekinn. En staðan er oft sú að sakborningur hefur ekki tengsl við hæfan lögmann og veit ekki, eða man ekki, hvern hann á að fá í starfið. Þá tekur rannsakandinn til sinna ráða og tilnefnir „sinn“ lögmann fyrir viðkomandi sakborning. Hagsmunir sakbornings eiga að ráða vali á verjanda. Hins vegar eru það einungis örfáir útvaldir lögmenn sem fá langflest mál frá lögreglu, ekki síst stóru málin. Í fangahópnum er talað um þessa lögmenn sem „löggulögmenn“ enda er hinn þröngi hópur tilnefndur aftur og aftur. Þetta fyrirkomulag er fram úr hófi óeðlilegt enda miklir hagsmunir í húfi. Hér er ekki verið að halda því fram að verjendurnir sem lögreglan tilnefnir séu slæmir lögmenn en það lítur út fyrir það að hagsmunatengsl séu til staðar. Lögmennirnir geta hæglega verið háðir því að lögreglan haldi áfram að tilnefna þá sem verjendur en fyrir það fá þeir greidda umtalsverða fjármuni, oft svo milljónum og skiptir. Það má vel ímynda sér það að hagsmunir lögreglunnar liggi í því að ekki sé of mikið haft fyrir vörninni. Hverjir svo sem hagsmunirnir kunni að vera, eða kunni ekki að vera, hlýtur að vera óeðlilegt að sá sem rannsakar mál og vill ná fram sakfellingu velji þann sem á að standa í veginum. Í nóvember 2015 sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þetta stæði til bóta. Menn væru misviljugir að taka að sér verjendastörf en nú (árið 2015) ættu sér stað samræður á milli lögreglu og Lögmannafélagsins um uppfærðan bakvarðalist Lögmannafélagsins. Ekkert hefur þó breyst á þessum árum. Afstaða hefur ítrekað bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en allt hefur komið fyrir ekki. Lögmannafélagið virðist ekki hafa áhuga á málinu. Félagið hefur íhugað að senda dómstólum erindi en samkvæmt upplýsingum félagsins hafa þeir enga sérstaka aðkomu að málum sem ekki eru komin fyrir dóm. Hvað er þá til ráða? Afstaða telur það ekki sitt hlutverk að aðstoða sakborninga á rannsóknarstigi enda um viðkvæmt lögfræðilegt viðfangsefni að ræða. Hins vegar fer mikill tími í þessi mál enda óánægja oft mikil. Þess vegna hefur Afstaða tekið saman lista lögmanna sem fangar og sakborningar hafa haft góða reynslu af. Félagið leggur til að lögreglan kynni sér þennan lista og hafi hann við höndina þegar lögmenn eru valdir til verjendastarfa. Með því telur félagið að hagsmunatengsl á milli lögreglu og verjanda verði síður til staðar. Þá eru sakborningar og þeirra aðstandendur velkomnir að fá ráð hjá Afstöðu í formadur@afstada.is og hér er linkur á lögmannalistann okkar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Dómstólar Lögreglan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. Sakborningar kvarta yfir því að verjendur séu ekki „vakandi“ yfir skýrslutökum og jafnvel húsleitum, illa gangi að ná í þá og að þeir séu illa undirbúnir í málflutningi svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu skylt að verða við ósk sakbornings um tilnefningu verjanda ef hann hefur verið handtekinn. En staðan er oft sú að sakborningur hefur ekki tengsl við hæfan lögmann og veit ekki, eða man ekki, hvern hann á að fá í starfið. Þá tekur rannsakandinn til sinna ráða og tilnefnir „sinn“ lögmann fyrir viðkomandi sakborning. Hagsmunir sakbornings eiga að ráða vali á verjanda. Hins vegar eru það einungis örfáir útvaldir lögmenn sem fá langflest mál frá lögreglu, ekki síst stóru málin. Í fangahópnum er talað um þessa lögmenn sem „löggulögmenn“ enda er hinn þröngi hópur tilnefndur aftur og aftur. Þetta fyrirkomulag er fram úr hófi óeðlilegt enda miklir hagsmunir í húfi. Hér er ekki verið að halda því fram að verjendurnir sem lögreglan tilnefnir séu slæmir lögmenn en það lítur út fyrir það að hagsmunatengsl séu til staðar. Lögmennirnir geta hæglega verið háðir því að lögreglan haldi áfram að tilnefna þá sem verjendur en fyrir það fá þeir greidda umtalsverða fjármuni, oft svo milljónum og skiptir. Það má vel ímynda sér það að hagsmunir lögreglunnar liggi í því að ekki sé of mikið haft fyrir vörninni. Hverjir svo sem hagsmunirnir kunni að vera, eða kunni ekki að vera, hlýtur að vera óeðlilegt að sá sem rannsakar mál og vill ná fram sakfellingu velji þann sem á að standa í veginum. Í nóvember 2015 sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að þetta stæði til bóta. Menn væru misviljugir að taka að sér verjendastörf en nú (árið 2015) ættu sér stað samræður á milli lögreglu og Lögmannafélagsins um uppfærðan bakvarðalist Lögmannafélagsins. Ekkert hefur þó breyst á þessum árum. Afstaða hefur ítrekað bent Lögmannafélaginu á að úr þessu þurfi að bæta en allt hefur komið fyrir ekki. Lögmannafélagið virðist ekki hafa áhuga á málinu. Félagið hefur íhugað að senda dómstólum erindi en samkvæmt upplýsingum félagsins hafa þeir enga sérstaka aðkomu að málum sem ekki eru komin fyrir dóm. Hvað er þá til ráða? Afstaða telur það ekki sitt hlutverk að aðstoða sakborninga á rannsóknarstigi enda um viðkvæmt lögfræðilegt viðfangsefni að ræða. Hins vegar fer mikill tími í þessi mál enda óánægja oft mikil. Þess vegna hefur Afstaða tekið saman lista lögmanna sem fangar og sakborningar hafa haft góða reynslu af. Félagið leggur til að lögreglan kynni sér þennan lista og hafi hann við höndina þegar lögmenn eru valdir til verjendastarfa. Með því telur félagið að hagsmunatengsl á milli lögreglu og verjanda verði síður til staðar. Þá eru sakborningar og þeirra aðstandendur velkomnir að fá ráð hjá Afstöðu í formadur@afstada.is og hér er linkur á lögmannalistann okkar. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun