Spánn opnar fyrir ferðamenn Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 09:44 Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. Vísir/Getty Neyðarástandi hefur verið aflétt á Spáni og mun landið aftur opna fyrir ferðamönnum. Ferðamenn frá Evrópusambandinu og Bretlandi munu ekki þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Landið hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum en 28.322 andlát eru tengd Covid-19. Aðeins tvö lönd í Evrópusambandinu eru með fleiri andlát; Frakkland og Ítalía. Í þrjá mánuði hafa verið harðar aðgerðir í gildi til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og var neyðarástandi lýst yfir þann 14. mars síðastliðinn. Í nokkrar vikur var fólki ekki heimilt að fara út og hreyfa sig og börn máttu ekki fara út af heimili sínu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna þrátt fyrir afléttingar og munu reglur um grímur og félagsforðun áfram gilda. Fólk þarf því að halda 1,5 metra fjarlægð og nota grímur á stöðum þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð, til að mynda í verslunum. „Við verðum að vera vakandi og fylgja reglum um hreinlæti og smitvarnir,“ sagði Sánchez og bætti við að það væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir aðra bylgju. Hiti komufarþega verður mældur á flugvellinum og munu þeir þurfa að gefa upp hvort þeir hafi áður greinst með veiruna. Þá munu allir þurfa að gefa upp símanúmer eða aðrar upplýsingar svo hægt sé að hafa samband við þá. Um 80 milljónir ferðamanna heimsækja Spán árlega að því er fram kemur á vef BBC og eru tekjur vegna ferðaþjónustu um tólf prósent af vergri landsframleiðslu landsins. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20 Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57 Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið aflétt á Spáni og mun landið aftur opna fyrir ferðamönnum. Ferðamenn frá Evrópusambandinu og Bretlandi munu ekki þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Landið hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum en 28.322 andlát eru tengd Covid-19. Aðeins tvö lönd í Evrópusambandinu eru með fleiri andlát; Frakkland og Ítalía. Í þrjá mánuði hafa verið harðar aðgerðir í gildi til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og var neyðarástandi lýst yfir þann 14. mars síðastliðinn. Í nokkrar vikur var fólki ekki heimilt að fara út og hreyfa sig og börn máttu ekki fara út af heimili sínu. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, ítrekaði mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna þrátt fyrir afléttingar og munu reglur um grímur og félagsforðun áfram gilda. Fólk þarf því að halda 1,5 metra fjarlægð og nota grímur á stöðum þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð, til að mynda í verslunum. „Við verðum að vera vakandi og fylgja reglum um hreinlæti og smitvarnir,“ sagði Sánchez og bætti við að það væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir aðra bylgju. Hiti komufarþega verður mældur á flugvellinum og munu þeir þurfa að gefa upp hvort þeir hafi áður greinst með veiruna. Þá munu allir þurfa að gefa upp símanúmer eða aðrar upplýsingar svo hægt sé að hafa samband við þá. Um 80 milljónir ferðamanna heimsækja Spán árlega að því er fram kemur á vef BBC og eru tekjur vegna ferðaþjónustu um tólf prósent af vergri landsframleiðslu landsins.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20 Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57 Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Spánverjar opna landið fyrir ferðamönnum í júlí Yfirvöld á Spáni hyggjast opna landið að nýju fyrir erlendum ferðamönnum í júlí, þetta tilkynnti spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez í ávarpi sínu sem sjónvarpað var í dag. 23. maí 2020 13:20
Dauðsföll færri en hundrað í fyrsta sinn í tvo mánuði 87 dauðsföll urðu af völdum kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. 17. maí 2020 09:57
Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar. 13. maí 2020 21:04