Skökk skilaboð fyrirsagna draga úr jafnrétti á vinnumarkaði! Ásdís Eir Símonardóttir skrifar 24. júní 2020 12:00 Það vakti athygli í gær að Viðskiptablaðið breytti umtalaðri fyrirsögn úr „Byrjuðum saman á busaballinu“ yfir í „Stýrir nýjum 8 milljarða króna sjóði“. Viðtalið sem fékk þessa góðu endurskírn var við Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur og fjallar um krefjandi og spennandi verkefni sem hún á fyrir höndum ásamt því að fjallað er um hennar feril og persónu. Upphaflega fyrirsögnin fór öfugt ofan í marga, enda viðtalið bæði áhugavert og skemmtilegt og hæglega hægt að smíða nokkrar lokkandi fyrirsagnir úr viðfangsefni sem tengdust Margréti sjálfri, nýju áskoruninni sem hún stendur frammi fyrir, ferli hennar eða áhugamálum. Í staðinn var ákveðið að draga fram hvernig hún kynntist manninum sínum. Við höfum fjölmörg önnur dæmi um fjölmiðlaumfjöllun um konur þar sem fyrirsagnir eða myndbirting beinir kastljósi að tengdum karlmönnum frekar en afreki þeirra sjálfra. Þessi tilhneiging fjölmiðla var fönguð með beittum hætti í frábæru atriði áramótaskaupsins þegar fréttastjóri gagnrýnir blaðamann fyrir að nota mynd af samstarfsmanni við frétt um konu í viðskiptalífinu. Hann grípur til varna, bendir á að hann sé mjög femíniskur því hann hafi skrifað tvær fréttir um konuna hans Gunna Sigvalds í dag. „Ertu að tala um Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra?“ Stöðug skilaboð sem fyrirsagnir af þessu tagi senda hafa áhrif (ómeðvitað eða ekki) á viðhorf fólks, og það er hvorki það sem jafnréttisbaráttan né atvinnulífið þarf á að halda. Við sem störfum við mannauðsmál erum mjög meðvituð um að jöfn tækifæri karla og kvenna á vinnumarkaði gerast ekki af sjálfu sér. Það heimtir mikla vinnu og mörg sívökul augu að koma auga á ómeðvitaða fordóma sem við öll búum yfir, útrýma kynbundnum launamun og ójafnrétti þegar kemur að starfsumhverfi, tækifærum og framgangi í starfi. Íslenskur vinnumarkaður á enn of langt í land til að við getum sátt við unað. Ég vil því hrósa Viðskiptablaðinu fyrir að hafa hlustað á gagnrýnisraddir og gert breytingar. Lykillinn að raunverulegum árangri í jafnréttismálum er ekki að pakka í vörn þegar maður fær ábendingar, heldur miklu fremur að stuðla að menningu þar sem fólk hjálpast að með því að benda hvort öðru á ómeðvitaðar skekkjur og það sem betur má fara. Höfundur er formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í gær að Viðskiptablaðið breytti umtalaðri fyrirsögn úr „Byrjuðum saman á busaballinu“ yfir í „Stýrir nýjum 8 milljarða króna sjóði“. Viðtalið sem fékk þessa góðu endurskírn var við Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur og fjallar um krefjandi og spennandi verkefni sem hún á fyrir höndum ásamt því að fjallað er um hennar feril og persónu. Upphaflega fyrirsögnin fór öfugt ofan í marga, enda viðtalið bæði áhugavert og skemmtilegt og hæglega hægt að smíða nokkrar lokkandi fyrirsagnir úr viðfangsefni sem tengdust Margréti sjálfri, nýju áskoruninni sem hún stendur frammi fyrir, ferli hennar eða áhugamálum. Í staðinn var ákveðið að draga fram hvernig hún kynntist manninum sínum. Við höfum fjölmörg önnur dæmi um fjölmiðlaumfjöllun um konur þar sem fyrirsagnir eða myndbirting beinir kastljósi að tengdum karlmönnum frekar en afreki þeirra sjálfra. Þessi tilhneiging fjölmiðla var fönguð með beittum hætti í frábæru atriði áramótaskaupsins þegar fréttastjóri gagnrýnir blaðamann fyrir að nota mynd af samstarfsmanni við frétt um konu í viðskiptalífinu. Hann grípur til varna, bendir á að hann sé mjög femíniskur því hann hafi skrifað tvær fréttir um konuna hans Gunna Sigvalds í dag. „Ertu að tala um Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra?“ Stöðug skilaboð sem fyrirsagnir af þessu tagi senda hafa áhrif (ómeðvitað eða ekki) á viðhorf fólks, og það er hvorki það sem jafnréttisbaráttan né atvinnulífið þarf á að halda. Við sem störfum við mannauðsmál erum mjög meðvituð um að jöfn tækifæri karla og kvenna á vinnumarkaði gerast ekki af sjálfu sér. Það heimtir mikla vinnu og mörg sívökul augu að koma auga á ómeðvitaða fordóma sem við öll búum yfir, útrýma kynbundnum launamun og ójafnrétti þegar kemur að starfsumhverfi, tækifærum og framgangi í starfi. Íslenskur vinnumarkaður á enn of langt í land til að við getum sátt við unað. Ég vil því hrósa Viðskiptablaðinu fyrir að hafa hlustað á gagnrýnisraddir og gert breytingar. Lykillinn að raunverulegum árangri í jafnréttismálum er ekki að pakka í vörn þegar maður fær ábendingar, heldur miklu fremur að stuðla að menningu þar sem fólk hjálpast að með því að benda hvort öðru á ómeðvitaðar skekkjur og það sem betur má fara. Höfundur er formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun