Norwegian vill ógilda risasamning við Boeing Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 07:24 Boeing 737 Max-þotur Norwegian hafa varla verið hreyfðar frá því í mars árið 2019. EPA/JOHAN NILSSON Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum. Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína. Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt. Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda. Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu. Fréttir af flugi Boeing Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Flugfélagið Norwegian hyggst hætta við kaup á tæplega 100 Boeingþotum. Í tilkynningu til norsku kauphallarinnar segir jafnframt að flugfélagið ætli sér að sækja þá fjármuni sem Norwegian hefur þegar greitt Boeing í viðskiptunum. Í samtali við norska viðskiptamiðiðilinn E24 segir Geir Karlsen, fjármálastjóri flugfélagsins, að Norwegian hafi ekki fengið svar frá flugvélaframleiðandanum. „Við erum ekki búin að ná samkomulagi við Boeing. Það er áfram ætlun okkar að landa samningi en takist það ekki verður niðurstaðan sú sem við tilkynntum í dag,“ segir Geir. Tilkynningin til kauphallarinnar sé niðurstaða samningaviðræðna við flugvélaframleiðandann sem staðið hafi yfir undanfarna mánuði. Í svari við fyrirspurn E24 segist Boeing ekki vilja tjá sig um viðræður við viðskiptavini sína. Um er að ræða 97 þotur: Fimm af gerðinni Boeing 787 Dreamliner og 92 af tegundinni 737 Max. Þær síðarnefndu hafa verið kyrrsettar í rúmt ár eftir tvö flugslys með skömmu millibilli. Tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst vestanhafs í gær, sem sagt er stórt skref í átt að því að fá flugbanninu aflétt. Tilkynning Norwegian til kauphallarinnar kemur í kjölfar mikilla rekstrarörðugleika flugfélagsins í kórónuveirufaraldrinum. Eftir snarpa fækkun farþega og taprekstur sem hljóp á milljörðum króna á mánuði var flugfélagið á barmi gjaldþrots, en rær nú lífróður með aðstoð norskra stjórnvalda. Flugfélagið samdi við kröfuhafa, breytti skuldum í eigið fé og réðst í hlutafjárútboð gegn ríkisábyrgð á lánum. Stærstu hluthafar Norwegian í dag eru flugvélaleigur, en eftir björgunarðagerðirnir sitja fyrri hluthafar eftir með um 5 prósent hlut í flugfélaginu.
Fréttir af flugi Boeing Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira