Útgöngubann í Leicester vegna fjölgunar smita Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 12:04 Nær yfirgefinn miðbær Leicester í dag. Borgin er sú fyrsta þar sem staðbundnu útgöngubanni er komið á. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir ekki ljóst hvers vegna smitum færi fjölgandi í Leicester. Hann boðar lagabreytingar til þess að hægt verði að loka verslunum sem ekki eru skilgreindar sem nauðsynlegar. Lögreglan verði látin framfylgja reglunum. Skólum verður lokað frá og með fimmtudeginum en óvenjumörg börn hafa smitast í borginni. Krár, veitingastaðir, kaffihús og hárgreiðslustofur verða áfram lokaðar. Fólki verður ráðlegt að forðast öll ferðalög nema að nauðsyn krefjist. Reuters-fréttastofan hefur eftir borgarbúum í Leicester að fólki hafi virt tilmæli um félagsforðun og aðrar smitvarnir að vettugi frá því að stjórnvöld byrjuðu að slaka á aðgerðunum fyrir tveimur vikum. Tíðindin frá Leicester berast á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra kynnti áform sín um hraða endurreisn efnahagslífsins. Til stendur að slaka enn frekar á aðgerðum 4. júlí. Í ræðu af því tilefni í dag þakkaði Johnson borgarbúum Leicester fyrir þolinmæðina. „Ég hef alltaf sagt að það ættu eftir að verða staðbundnar hópsýkingar og að við tækjum á þeim staðbundið og það er það sem við erum að gera í Leicester og munu gerum annars staðar,“ sagði forsætisráðherrann. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir ekki ljóst hvers vegna smitum færi fjölgandi í Leicester. Hann boðar lagabreytingar til þess að hægt verði að loka verslunum sem ekki eru skilgreindar sem nauðsynlegar. Lögreglan verði látin framfylgja reglunum. Skólum verður lokað frá og með fimmtudeginum en óvenjumörg börn hafa smitast í borginni. Krár, veitingastaðir, kaffihús og hárgreiðslustofur verða áfram lokaðar. Fólki verður ráðlegt að forðast öll ferðalög nema að nauðsyn krefjist. Reuters-fréttastofan hefur eftir borgarbúum í Leicester að fólki hafi virt tilmæli um félagsforðun og aðrar smitvarnir að vettugi frá því að stjórnvöld byrjuðu að slaka á aðgerðunum fyrir tveimur vikum. Tíðindin frá Leicester berast á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra kynnti áform sín um hraða endurreisn efnahagslífsins. Til stendur að slaka enn frekar á aðgerðum 4. júlí. Í ræðu af því tilefni í dag þakkaði Johnson borgarbúum Leicester fyrir þolinmæðina. „Ég hef alltaf sagt að það ættu eftir að verða staðbundnar hópsýkingar og að við tækjum á þeim staðbundið og það er það sem við erum að gera í Leicester og munu gerum annars staðar,“ sagði forsætisráðherrann.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira