8.700 störf á næstu fimm árum: „Ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum“ Andri Eysteinsson skrifar 1. júlí 2020 12:06 Sigurður Ingi sagði mikið framundan í samgöngumálum til ársins 2034. Vísir/Vilhelm „Við leggjum af stað í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með þá vitneskju að við höfum gert of lítið. Við höfðum ekki sinnt, í langan tíma, viðhaldi og uppbyggingu eða vexti í kerfinu. Það var ánægjulegt þegar við náðum loksins að klára öll þessi mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Fyrir þinglok í vikunni var tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020 -2034 samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum en tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Sigurður ræddi samgönguáætlunina í Bítinu í morgun. Sigurður sagði mikið fram undan og allt í allt sé gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 900 milljarða króna á næstu fimmtán árum. „Það eru Austfjarðagöngin þrjú svo er auðvitað verið að klára Dýrafjarðargöngin. Síðan er í þessu samvinnufrumvarpi stutt göng undir Reynisfjall við Mýrdal og svo er aldrei að vita nema að einn og einn af þessum stokkum innan höfuðborgarsáttmálans verði einhvers konar göng,“ sagði ráðherrann og bætti við að allt sé til skoðunar. Þá sagði Sigurður að unnið verði næstu mánuði að því að koma framkvæmdum við Sundabraut í gang. Þá sé áhersla lögð í áætluninni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og ræddi Sigurður Suðurlandið þar sérstaklega. Umferð um svæðið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og enn er að finna þónokkuð af einbreiðum brúm í almannaleið. Sigurður sagði að á síðustu árum hafi umferð um svæðið verið stjarnfræðileg. „Við höfum verið að leggja áherslu á að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og erum með sérstakt markmið í samgönguáætluninni,“ sagði Sigurður og bætti við að bæði yrði unnið að því að fækka þeim stóru og þeim litlu. Ljóst er að með miklum framkvæmdum skapast fjölmörg störf og segir Sigurður Ingi að mannskapur sé vissulega til reiðu til þess að fylla í störfin sem skapast. „Margir halda að það sé ekkert að gerast fyrr en grafan er farin af stað en í raun erum við búin að setja mjög mörg af þessum verkefnum sem byggð verða næstu fimm árin af stað. Þetta eru 8.700 störf næstu fimm árin og þetta eru 2.000 sem eru í hönnunarferlinu, undirbúningsferlinu og eftirlitsgeiranum. Þetta eru ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum. Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur að þessu,“ sagði Sigurður. Bestu aðstæður sem til eru til opinberrar fjárfestingar Miklir fjármunir munu fara í verkefnin sem gert er ráð fyrir í áætluninni og var Sigurður Ingi spurður hvaðan þeir muni koma. „Við vorum algjörlega sammála um að það væri mjög mikilvægt að setja mikla fjármuni í þetta og höfum gert það á kjörtímabilinu. Náttúrulega breytist margt vegna faraldursins og við þurfum í raun og veru að fjármagna allskonar hluti núna með lántöku, sagði Sigurður. „Þá er það frábært hvernig við höfum búið okkur undir þessa kreppu. Búið okkur í haginn ríkisfjármálalega og það er algjörlega augljóst að bestu aðstæður fyrir opinbera fjárfestingu sem eru til eru núna. Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það nauðsynlegt til þess að hækka atvinnustigið. Svo er lánsfé á hvað hagkvæmustu vöxtum núna svo það er skynsamlegt að taka lán núna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í dag. Samgöngur Alþingi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Sundabraut Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
„Við leggjum af stað í þessu ríkisstjórnarsamstarfi með þá vitneskju að við höfum gert of lítið. Við höfðum ekki sinnt, í langan tíma, viðhaldi og uppbyggingu eða vexti í kerfinu. Það var ánægjulegt þegar við náðum loksins að klára öll þessi mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Fyrir þinglok í vikunni var tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020 -2034 samþykkt með 55 samhljóða atkvæðum en tillagan felur í sér endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Sigurður ræddi samgönguáætlunina í Bítinu í morgun. Sigurður sagði mikið fram undan og allt í allt sé gert ráð fyrir framkvæmdum upp á 900 milljarða króna á næstu fimmtán árum. „Það eru Austfjarðagöngin þrjú svo er auðvitað verið að klára Dýrafjarðargöngin. Síðan er í þessu samvinnufrumvarpi stutt göng undir Reynisfjall við Mýrdal og svo er aldrei að vita nema að einn og einn af þessum stokkum innan höfuðborgarsáttmálans verði einhvers konar göng,“ sagði ráðherrann og bætti við að allt sé til skoðunar. Þá sagði Sigurður að unnið verði næstu mánuði að því að koma framkvæmdum við Sundabraut í gang. Þá sé áhersla lögð í áætluninni að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og ræddi Sigurður Suðurlandið þar sérstaklega. Umferð um svæðið hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og enn er að finna þónokkuð af einbreiðum brúm í almannaleið. Sigurður sagði að á síðustu árum hafi umferð um svæðið verið stjarnfræðileg. „Við höfum verið að leggja áherslu á að fækka einbreiðum brúm á hringveginum og erum með sérstakt markmið í samgönguáætluninni,“ sagði Sigurður og bætti við að bæði yrði unnið að því að fækka þeim stóru og þeim litlu. Ljóst er að með miklum framkvæmdum skapast fjölmörg störf og segir Sigurður Ingi að mannskapur sé vissulega til reiðu til þess að fylla í störfin sem skapast. „Margir halda að það sé ekkert að gerast fyrr en grafan er farin af stað en í raun erum við búin að setja mjög mörg af þessum verkefnum sem byggð verða næstu fimm árin af stað. Þetta eru 8.700 störf næstu fimm árin og þetta eru 2.000 sem eru í hönnunarferlinu, undirbúningsferlinu og eftirlitsgeiranum. Þetta eru ekki bara karlar í vörubílum, ýtum og gröfum. Það er fjölbreyttur hópur fólks sem kemur að þessu,“ sagði Sigurður. Bestu aðstæður sem til eru til opinberrar fjárfestingar Miklir fjármunir munu fara í verkefnin sem gert er ráð fyrir í áætluninni og var Sigurður Ingi spurður hvaðan þeir muni koma. „Við vorum algjörlega sammála um að það væri mjög mikilvægt að setja mikla fjármuni í þetta og höfum gert það á kjörtímabilinu. Náttúrulega breytist margt vegna faraldursins og við þurfum í raun og veru að fjármagna allskonar hluti núna með lántöku, sagði Sigurður. „Þá er það frábært hvernig við höfum búið okkur undir þessa kreppu. Búið okkur í haginn ríkisfjármálalega og það er algjörlega augljóst að bestu aðstæður fyrir opinbera fjárfestingu sem eru til eru núna. Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það nauðsynlegt til þess að hækka atvinnustigið. Svo er lánsfé á hvað hagkvæmustu vöxtum núna svo það er skynsamlegt að taka lán núna,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Bítinu í Bylgjunni í dag.
Samgöngur Alþingi Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Sundabraut Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira