UN Women 10 ára í dag Stella Samúelsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:01 Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Þar með var málefnum er varða jafnrétti og bætta stöðu kvenna og stúlkna skip stærri sess í alþjóðasamfélaginu og hlaut loks viðurkenningu með viðeigandi fjármagni. Ísland var eitt þeirra ríkja sem fór þar fremst í flokki. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Heimsfaraldurinn sem heimurinn tekst á við í dag hefur því miður skerpt fyrir okkur stöðuna þar sem félagsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 á líf kvenna eru ótvíræð. Þrátt fyrir að vera ung og lítil stofnun í samanburði við aðrar alþjóðastofnanir, hefur UN Women áunnist gríðarlegt afrek við að bæta stöðu, réttindi og lífsgæði kvenna og stúlkna. Líkt og þegar allsherjarþing Sþ ályktaði að limlestingar á kynfærum kvenna væru mannréttindabrot og að öll lönd skyldu herða löggjöf sem varða glæpinn árið 2012, bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í Gambíu árið 2015 en sama ár voru kvennamorð gerð refsiverð í Brasilíu. Bann hefur verið fært í lög við þvinguðum barnahjónaböndum Zimbabwe og Malaví auk þess sem Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi m.a. fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni. Svokölluð „nauðgunarlög“ voru afnumin í Líbanon, Túnis og Jórdaníu sem gerðu nauðgurum áður kleift að komast hjá því að verða sóttir til saka með því að giftast þolendum sínum og svo mætti lengi telja. Við hjá UN Women vinnum að því að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni og að útvega berskjölduðum konum á flótta og í neyð verkfæri í formi sjálfstyrkingar, öryggis, hagnýts náms og atvinnutækifæra með sjálfbærni að leiðarljósi í takt við Heimsmarkmiðin. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women, setið í stjórn UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fjórða árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna. En þörfin hefur aldrei verið meiri en nú í kjölfar Covid-19 þar sem áhrif heimsfaraldursins hefur ómæld áhrif á líf kvenna um allan heim í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Við þökkum okkar mánaðarlegu styrktaraðilum sem og frábæru samstarfsfólki í utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn um leið og við vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi. Við horfum björtum augum til framtíðar því við saman erum við sterkari! Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tímamót Stella Samúelsdóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Þar með var málefnum er varða jafnrétti og bætta stöðu kvenna og stúlkna skip stærri sess í alþjóðasamfélaginu og hlaut loks viðurkenningu með viðeigandi fjármagni. Ísland var eitt þeirra ríkja sem fór þar fremst í flokki. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Heimsfaraldurinn sem heimurinn tekst á við í dag hefur því miður skerpt fyrir okkur stöðuna þar sem félagsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 á líf kvenna eru ótvíræð. Þrátt fyrir að vera ung og lítil stofnun í samanburði við aðrar alþjóðastofnanir, hefur UN Women áunnist gríðarlegt afrek við að bæta stöðu, réttindi og lífsgæði kvenna og stúlkna. Líkt og þegar allsherjarþing Sþ ályktaði að limlestingar á kynfærum kvenna væru mannréttindabrot og að öll lönd skyldu herða löggjöf sem varða glæpinn árið 2012, bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í Gambíu árið 2015 en sama ár voru kvennamorð gerð refsiverð í Brasilíu. Bann hefur verið fært í lög við þvinguðum barnahjónaböndum Zimbabwe og Malaví auk þess sem Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi m.a. fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni. Svokölluð „nauðgunarlög“ voru afnumin í Líbanon, Túnis og Jórdaníu sem gerðu nauðgurum áður kleift að komast hjá því að verða sóttir til saka með því að giftast þolendum sínum og svo mætti lengi telja. Við hjá UN Women vinnum að því að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni og að útvega berskjölduðum konum á flótta og í neyð verkfæri í formi sjálfstyrkingar, öryggis, hagnýts náms og atvinnutækifæra með sjálfbærni að leiðarljósi í takt við Heimsmarkmiðin. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women, setið í stjórn UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fjórða árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna. En þörfin hefur aldrei verið meiri en nú í kjölfar Covid-19 þar sem áhrif heimsfaraldursins hefur ómæld áhrif á líf kvenna um allan heim í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Við þökkum okkar mánaðarlegu styrktaraðilum sem og frábæru samstarfsfólki í utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn um leið og við vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi. Við horfum björtum augum til framtíðar því við saman erum við sterkari! Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun