Hvað má og hvað má ekki? Halla María Sveinbjörnsdóttir og Hildur Ösp Gylfadóttir skrifa 3. júlí 2020 08:00 Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fjölbreytt reynsla og ólík sjónarmið eru nær ómetanleg þegar kemur að rekstri stofnana og fyrirtækja. Fiskistofa hefur lengi leitast við að tryggja slíka fjölbreytni meðal síns starfsfólks og hefur náð talsverðum árangri í þeim efnum og meðal annars náð að jafna kynjahlutföll í skrifstofustörfum stofnunarinnar. Á hinn bóginn hefur reynst erfiðara að jafna hlut kynja þegar kemur að störfum við veiðieftirlit en nú gegna karlar um 90% þeirra starfa. Veiðieftirlit Fiskistofu fer fram til lands og sjávar og hefur reynsla af sjómennsku og störfum í sjávarútvegi löngum verið ein meginkrafa til starfsins. Því miður virðast fáar konur hér á landi uppfylla þau skilyrði og er ljóst að menningarlegar hugmyndir um sjómennsku sem karlastarf séu enn ríkjandi sem og úreld trú um að sjómennska sé ekki hentugur starfsvettvangur fyrir konur. Fiskistofa telur mögulegt að ráða nokkra starfsmenn til eftirlits án fyrrgreindrar reynslu og er vilji til að nýta það svigrúm til að jafna kynjahlutföllin. (Ó)lögleg auglýsing? Árið 2017 auglýsti Fiskistofa sérstaklega eftir konum í störf veiðieftirlitsmanna. Við gerð auglýsingarinnar hafði stofnunin samráð við Jafnréttisstofu sem taldi efni hennar standast lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008 en í 26. grein þeirra kemur m.a. fram að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu ef tilgangurinn er að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinarinnar. Þegar Fiskistofa ætlaði að birta auglýsinguna á Starfatorgi taldi fjármála- og efnahagsráðuneytið hana hins vegar stangast á við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, þar sem tekið er fram að konur og karlar hafi jafnan rétt til opinberra starfa. Í kjölfarið ákvað Fiskistofa að draga auglýsinguna til baka. Jafnréttisstofa óskaði þá eftir túlkun kærunefndar jafnréttismála á 24. og 26. gr. laga nr. 10/2008, en stofnunin túlkar þær greinar með þeim hætti að heimilt sé að auglýsa eftir starfsmanni af öðru hvoru kyninu þegar tilgangurinn væri ótvírætt að stuðla að jafnri kynjaskiptingu hjá viðkomandi stofnun. Í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur enda fram að sértækar aðgerðir gangi ekki gegn lögum nr. 10/2008. Niðurstaða fékkst þó aldrei í málið þar sem kærunefndin vísaði málinu frá, með úrskurði nr. 6/2017, þar sem Fiskistofa hafði dregið auglýsinguna til baka og því ekki brotið lög. Hver er staðan? Enn er því óljóst hvort tilraun Fiskistofu til að jafna kynjahlutföll hafi verið lögmæt eða hversu langt megi ganga. Stjórnendum Fiskistofu finnst mikilvægt að ná fram meiri fjölbreytileika í hópi eftirlitsmanna en til þess þarf fyrirmyndir og hvata. Það er mat stjórnenda að áhrifaríkasta leiðin til að fá konur til eftirlitsstarfa sé að auglýsa af og til eingöngu eftir konum, þar til viðunandi árangur næst við að jafna kynjahlutföllin. Velta má fyrir sér hvort löggjafinn hafi ætlað sértækum aðgerðum hlutverk í tilvikum sem þessum en í núgildandi löggjöf er það óljóst. Heildarendurskoðun jafnréttislaga stendur nú yfir og mikilvægt er að vilji löggjafans komi fram með skýrum hætti varðandi heimildir atvinnurekanda til að jafna kynjahlutföll á vinnustað sínum og að tryggja að hann hafi þau verkfæri sem þarf til þess að uppfylla þessa lögbundnu skyldu. Halla María Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur hjá Fiskistofu Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs- og fjármála hjá Fiskistofu
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun