Dagskráin í dag: Tekst Gróttu að skora sitt fyrsta mark gegn HK? KR fær Víkinga í heimsókn, Tórínóslagurinn og Pepsi Max tilþrifin Ísak Hallmundarson skrifar 4. júlí 2020 06:00 Grótta hefur ekki enn fengið að fagna marki í efstu deild. Þeir mæta HK kl. 13:50 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. vísir/vilhelm Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Þetta byrjar allt saman í hádeginu á leik Derby og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Bæði lið eru í baráttu um að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Wayne Rooney og félagar í Derby hafa verið sjóðheitir undanfarið og unnið fimm leiki í röð. Bein útsending hefst kl. 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Næst er haldið út á Seltjarnarnes þar sem Grótta fær HK í heimsókn í Pepsi Max deild karla. Grótta er enn án stiga í deildinni og hafa ekki náð að skora mark, það er spurning hvað þeir gera gegn óútreiknanlegu HK-liði sem tapaði síðasta leik 0-4 á heimavelli gegn Val eftir að hafa unnið Íslandsmeistara KR 3-0 í Vesturbæ þar áður. Bein útsending frá Nesinu hefst kl. 13:50. Kl. 13:55 hefst síðan bein útsending á Stöð 2 Sport 3 frá leik Kristianstad og Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni, en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með liði Rosengard. Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst nágrannaslagur Juventus og Tórínó, Tórínóslagurinn, en margir af bestu leikmönnum heims leika með liði Juventus, þar á meðal Cristiano Ronaldo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppi deildarinnar en Lazio mætir einmitt Milan í kvöld kl. 19:35. Þá verður einnig sýnt frá leik Sassuolo og Lecce kl. 17:20 en allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Íslandsmeistarar KR fá Víking Reykjavík í heimsókn í Vesturbæinn kl. 16:40. KR-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir 0-3 tapið gegn HK þar áður. Víkingar svöruðu gagnrýnisröddum á vellinum með því að gjörsigra FH 4-1 í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem ætla að vera í toppbaráttu í sumar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik KR og Víkinga hefjast Pepsi Max tilþrifin í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport kl. 19. Þar fer hann yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum skoðuð auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Fyrir golfáhugamenn er PGA mótaröðin á sínum stað, en sýnt verður frá þriðja deginum á Rocket Mortgage Classic mótinu á Stöð 2 Golf á slaginu 17:00. Alla dagskránna í heild sinni má nálgast með því að smella hér. Fótbolti Golf Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Grótta HK Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Þetta byrjar allt saman í hádeginu á leik Derby og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Bæði lið eru í baráttu um að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Wayne Rooney og félagar í Derby hafa verið sjóðheitir undanfarið og unnið fimm leiki í röð. Bein útsending hefst kl. 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Næst er haldið út á Seltjarnarnes þar sem Grótta fær HK í heimsókn í Pepsi Max deild karla. Grótta er enn án stiga í deildinni og hafa ekki náð að skora mark, það er spurning hvað þeir gera gegn óútreiknanlegu HK-liði sem tapaði síðasta leik 0-4 á heimavelli gegn Val eftir að hafa unnið Íslandsmeistara KR 3-0 í Vesturbæ þar áður. Bein útsending frá Nesinu hefst kl. 13:50. Kl. 13:55 hefst síðan bein útsending á Stöð 2 Sport 3 frá leik Kristianstad og Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni, en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með liði Rosengard. Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst nágrannaslagur Juventus og Tórínó, Tórínóslagurinn, en margir af bestu leikmönnum heims leika með liði Juventus, þar á meðal Cristiano Ronaldo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppi deildarinnar en Lazio mætir einmitt Milan í kvöld kl. 19:35. Þá verður einnig sýnt frá leik Sassuolo og Lecce kl. 17:20 en allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Íslandsmeistarar KR fá Víking Reykjavík í heimsókn í Vesturbæinn kl. 16:40. KR-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir 0-3 tapið gegn HK þar áður. Víkingar svöruðu gagnrýnisröddum á vellinum með því að gjörsigra FH 4-1 í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem ætla að vera í toppbaráttu í sumar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik KR og Víkinga hefjast Pepsi Max tilþrifin í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport kl. 19. Þar fer hann yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum skoðuð auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Fyrir golfáhugamenn er PGA mótaröðin á sínum stað, en sýnt verður frá þriðja deginum á Rocket Mortgage Classic mótinu á Stöð 2 Golf á slaginu 17:00. Alla dagskránna í heild sinni má nálgast með því að smella hér.
Fótbolti Golf Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Grótta HK Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira