Meistaradeildarbaráttan: Hverjir eiga erfiðustu leikina eftir? Ísak Hallmundarson skrifar 4. júlí 2020 11:45 Frank Lampard og lærisveinar eru í fjórða sæti þessa stundina. getty/Michael Regan Baráttan í ensku úrvalsdeildinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti ekki verið meira spennandi. Einungis þrjú stig skilja að Leicester sem eru í þriðja sæti og Wolves sem eru í því sjötta. Þar á milli eru Chelsea og Manchester United. Leicester er með 55 stig, Chelsea 54 stig og Man Utd og Wolves 52 stig. Sum liðin eiga þó eftir að spila erfiðari leiki heldur en önnur. Leicester: Meðalstigafjöldi andstæðinga í leik: 1.42 Eiga eftir að spila Arsenal og Tottenham úti og Manchester United heim. Ekki auðvelt leikjaprógram það. Þá eiga þeir einnig eftir að spila við Sheffield United á heimavelli. Chelsea: Meðalstigafjöldi andstæðinga í leik: 1.45 Það segir þó ekki alla söguna þar sem einn af andstæðingum Chelsea er Liverpool á Anfield. Chelsea geta huggað sig við það að Liverpool mun ekki hafa að neinu að keppa nema mögulega stigametinu. Annars á Chelsea frekar þægilega leiki eftir, þeir eiga Watford og Norwich heima sem ættu að vera gefins sex stig, en eiga reyndar eftir að mæta Wolves og Sheffield United. Þeir mæta einmitt Úlfunum á Stamford Bridge í lokaumferðinni, gæti verið úrslitaleikur. Manchester United: Meðalstigafjöldi andstæðinga í leik: 1.24 United á auðveldustu leikina eftir, það er bara þannig. Þetta eru allt leikir sem þeir eiga að vinna ef allt er eðlilegt. Í dag mæta þeir Bournemouth á heimavelli, næst mæta þeir svo Aston Villa og síðan eiga þeir leiki við West Ham, Southampton, Crystal Palace og loks Leicester í lokaumferðinni. Það er spurning hvort United verði hreinlega búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti áður en þeir mæta Leicester. Wolves: Meðalstigafjöldi andstæðinga í leik: 1.36 Úlfarnir hafa verið magnaðir það sem af er árs og hafa ekki tapað í átta leikjum í röð. Þeir eiga næstauðveldustu dagskránna. Þeir taka á móti Arsenal í dag, mæta síðan Sheffield og þar næst Everton. Eftir það koma leikir gegn Crystal Palace og Burnley og lokaleikurinn er síðan á útivelli gegn Chelsea. Meistaradeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Baráttan í ensku úrvalsdeildinni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð gæti ekki verið meira spennandi. Einungis þrjú stig skilja að Leicester sem eru í þriðja sæti og Wolves sem eru í því sjötta. Þar á milli eru Chelsea og Manchester United. Leicester er með 55 stig, Chelsea 54 stig og Man Utd og Wolves 52 stig. Sum liðin eiga þó eftir að spila erfiðari leiki heldur en önnur. Leicester: Meðalstigafjöldi andstæðinga í leik: 1.42 Eiga eftir að spila Arsenal og Tottenham úti og Manchester United heim. Ekki auðvelt leikjaprógram það. Þá eiga þeir einnig eftir að spila við Sheffield United á heimavelli. Chelsea: Meðalstigafjöldi andstæðinga í leik: 1.45 Það segir þó ekki alla söguna þar sem einn af andstæðingum Chelsea er Liverpool á Anfield. Chelsea geta huggað sig við það að Liverpool mun ekki hafa að neinu að keppa nema mögulega stigametinu. Annars á Chelsea frekar þægilega leiki eftir, þeir eiga Watford og Norwich heima sem ættu að vera gefins sex stig, en eiga reyndar eftir að mæta Wolves og Sheffield United. Þeir mæta einmitt Úlfunum á Stamford Bridge í lokaumferðinni, gæti verið úrslitaleikur. Manchester United: Meðalstigafjöldi andstæðinga í leik: 1.24 United á auðveldustu leikina eftir, það er bara þannig. Þetta eru allt leikir sem þeir eiga að vinna ef allt er eðlilegt. Í dag mæta þeir Bournemouth á heimavelli, næst mæta þeir svo Aston Villa og síðan eiga þeir leiki við West Ham, Southampton, Crystal Palace og loks Leicester í lokaumferðinni. Það er spurning hvort United verði hreinlega búið að tryggja sér Meistaradeildarsæti áður en þeir mæta Leicester. Wolves: Meðalstigafjöldi andstæðinga í leik: 1.36 Úlfarnir hafa verið magnaðir það sem af er árs og hafa ekki tapað í átta leikjum í röð. Þeir eiga næstauðveldustu dagskránna. Þeir taka á móti Arsenal í dag, mæta síðan Sheffield og þar næst Everton. Eftir það koma leikir gegn Crystal Palace og Burnley og lokaleikurinn er síðan á útivelli gegn Chelsea.
Meistaradeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira