Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 12:30 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Goslokahátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum og hefur hátíðin farið vel fram að sögn aðalvarðstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. „Við höfum ekki heyrt af neinu sem hefur komið inn á okkar borð þaðan. Hátíðin var náttúrulega sniðin eftir vexti miðað við það sem er í gangi og við höfðum til fólks að það reyni að halda þesari smitgát og fylgja þeim leiðbeiningum sem skipuleggjendur hafa gefið varðandi fjölda á svæðinu og annað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Skipuleggjendur knattspyrnumóts N1 sem fram fer á Akureyri um helgina þurftu að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Skipuleggjendur höfðu samband við lögregluna því þeir voru varir við það að aðallega foreldrar voru ekki að fylgja leiðbeiningum og merkingum þessara hólfaskiptinga sem settar voru upp. Fólk var að fara á milli og fór ekki eftir skipulaginu. Lögreglan brást við með því að vera sýnilegri á svæðinu en auðvitað ætti þess ekki að þurfa. Það vita allir afhverju þessar ráðstafanir eru gerðar,“ sagði Rögnvaldur. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir vonbrigði að fólk fylgi ekki fyrirmælum. „Síðan eru það líka vonbrigði að þegar það er verið að leggja mikið á sig til að geta haldið svona mót og ráðstafanir gerðar - að fólk fari síðan ekki eftir leiðbeiningum vitandi hvaða hagsmunir eru í húfi. Vitandi líka að þetta getur orðið til þess að það sé ekki hægt að halda svona viðburði,“ sagði Rögnvaldur. Hann tekur undir með forstöðumanni á Landspítalanum sem kom fram í kvöldfréttum í gær og sagði fólk orðið of værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. „Ég tek heilshugar undir það. Við upplifum þetta núna eins og margir haldi að nú sé þetta bara búið en það er það náttúrulega ekki það eru margar vikur eða mánuðir eftir og við þurfum að halda vöku okkar og vera eins dugleg og við vorum í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Akureyri Fótbolti Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira